Sólbrekka í dag, kalt en gaman

Björk, eða JóiKef og Guðný komu til okkar um hádegisleytið og "pebbaðu" okkur upp í að fara í Sólbrekku.  Enda veitir mæðgunum ekki af að nýta þann tíma sem þær hafa þar sem ekki er nema 2 vikur þar til þær verða á leið til Texas, nánar tiltekið San Antonio, þar sem þær munu taka þátt í stærsta bikarmóti kvenna sem vitað er um.  Þannig að dagarnir sem eftir eru til undirbúnings eru ekki margir þar sem nú er nánast eingöngu hægt að hjóla um helgar vegna birtu, nema maður taki sér frí á virkum dögum. 

Hvað sem því líður að þá skemmtu mæðgurnar sér mjög vel í Sólbrekku í dag, í kuldanum.  Sölvi kom á svæðið einnig til að taka æfingu og tók JóiKef ágætlega á þeim mæðgum og Sölva.  Var greinilegur munur á því hvernig þau tóku beygjurnar í brautinni eftir að hann var búin að messa yfir þeim.  Ótrúlega gaman að sjá breytinguna eftir svo skamman tíma.  Takk Jói fyrir daginn.

Óliver að fíla nýja hjólið sitt í ræmurÓliver prófaði loksins Yamaha YZ85 small wheel hjólið sitt og var hann satt að segja að fíla það í ræmur.  En mikil munur á afli á 65cc versus 85cc, eða ein 12 hestöfl.  Þetta hjól er tær snilld og átti hann ekki orð yfir það hvað það var gaman að hjóla á því.  Hann leit líka nokkuð vel út á bláa hjólinu.  Satt að segja gekk þetta betur en ég þorði að vona þar sem hjólið er í stærra lagi fyrir hann, en hann þurfti ekki nema þrjár tilraunir til að komast af stað og eftir að hann var búin að finna hvar kúplingin tók að þá var þetta komið.  Hann fór út í stóru brautina með mæðgunum og fannst hjólið rokka...:o)

Setti nokkrar myndir frá deginum í dag á vefinn, en bein slóð er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Solbrekka4november/   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband