50 keppendur búnir að skrá sig í bikarkeppnina á laugardag.

Þá eru 50 keppendur búnir að skrá sig í Bikarkeppni VÍK.  Að sjálfsögðu hefði maður viljað sjá fleiri en framundan er spennandi keppni.  Það er þó ljóst að það er skarð fyrir skyldi hvað fáir keppendur eru skráðir í kvennaflokk.  En ein aðal ástæða þess er að 6 virkir keppendur kvenna voru að keppa út í Englandi síðustu helgi, við góðan orðstír, og hjólin verða hreinlega ekki komin til landsins í tíma til að geta tekið þátt.  Einnig vekur athygli hvað fáir skrá sig í 85cc flokkinn og þá sérstaklega 125cc flokkinn, en sá flokkur hefur nánast verið sprunginn í allt sumar hvað fjölda varðar.  Hafa verður þó í huga að 125cc flokknum hefur verið skipt upp í þrjá mismunandi flokka og er gert til að veit "gömlum" brýnum möguleika á að taka þátt.   

Það er því nokkuð ljóst að hluti af hjólamönnum eru komnir í fríi eða eru uppteknir við annað þessa dagana, því öllu jöfnu hafa verið yfir 100 keppendur skráðir.  Fyrir þá sem eru skráðir til keppni óska ég velfarnaraðar og til hinna sem eru í fríi þakka ég fyrir
skemmtilegt sumar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband