Margrét is back....:o)

Loksins, loksins.  Eftir að vera búin að vera meira og minna andlega fjarverandi á hjólinu síðustu 4 vikurnar, að þá fann Margrét sig aftur í dag á hjólinu hennar mömmu sinnar YZ125.  En fjölskyldan, Margrét að fíla sig grimm á YZ125 hjólinu hennar mömmu sinnarfyrir utan Óliver, brá sér til Þorlákshafnar til að hjóla og hitti þar fyrir Teddu, Sölva og bróðir hans og einhverja fleiri.  Kom mér samt á óvart hvað voru fáir.  En hverju sem líður að þá var gaman að sjá hvernig Margrét fann sig loksins aftur á hjóli.  Hún er eitthvað búin að vera að "væflast" á þessu síðustu vikur og sýnt frekar lítin áhuga.  Nú verður vinkonan að spýta í ef hún ætlar að komast með og geta klárað keppni í Texas.  Það gerði hún í dag, en úthaldið er ekkert mikið þessa dagana og þarf hún að vinna hratt fram í því til að ná því upp áður en hún fer út. 

Brautin í Þorlákshöfn var góð, nýlöguð og því laus í sér þar sem engar línur höfðu myndast, en mér fannst hún góð.  Í raun finnst mér þessi braut mjög skemmtileg og ég skil ekki fólk sem er að væla yfir henni, en það er kannski bara ég...:o)  Margrét fílaði Yamaha YZ125 hjólið í ræmur og Halli!  Nú þurfum við aðeins að ræða saman...:o)  Mig vantar nefnilega eitt stykki YZ125 fyrir stelpuna..:o)

Tók nokkrar myndir í dag og setti á netið.  Bein slóð er:  http://sveppagreifinn.blog.is/album/27november2007/  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband