Laugardagur, 27. október 2007
Margrét is back....:o)
Loksins, loksins. Eftir að vera búin að vera meira og minna andlega fjarverandi á hjólinu síðustu 4 vikurnar, að þá fann Margrét sig aftur í dag á hjólinu hennar mömmu sinnar YZ125. En fjölskyldan, fyrir utan Óliver, brá sér til Þorlákshafnar til að hjóla og hitti þar fyrir Teddu, Sölva og bróðir hans og einhverja fleiri. Kom mér samt á óvart hvað voru fáir. En hverju sem líður að þá var gaman að sjá hvernig Margrét fann sig loksins aftur á hjóli. Hún er eitthvað búin að vera að "væflast" á þessu síðustu vikur og sýnt frekar lítin áhuga. Nú verður vinkonan að spýta í ef hún ætlar að komast með og geta klárað keppni í Texas. Það gerði hún í dag, en úthaldið er ekkert mikið þessa dagana og þarf hún að vinna hratt fram í því til að ná því upp áður en hún fer út.
Brautin í Þorlákshöfn var góð, nýlöguð og því laus í sér þar sem engar línur höfðu myndast, en mér fannst hún góð. Í raun finnst mér þessi braut mjög skemmtileg og ég skil ekki fólk sem er að væla yfir henni, en það er kannski bara ég...:o) Margrét fílaði Yamaha YZ125 hjólið í ræmur og Halli! Nú þurfum við aðeins að ræða saman...:o) Mig vantar nefnilega eitt stykki YZ125 fyrir stelpuna..:o)
Tók nokkrar myndir í dag og setti á netið. Bein slóð er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/27november2007/
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar