Nýjasta útrásarverkefni Íslendinga?

Jæja, það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur því mæðgurnar eru búnar að taka ákvörðun um að taka þátt í stærsta kvennabikarmóti sem haldið er í San Antonio, í Bandaríkjunum dagana 21-24 nóvember næst komandi.  Munu þær, og við feðgarnir sem sérstakir andlegir styrktaraðilar, bætast í hóp þriggja kvenna sem nú þegar hafa ákveðið að fara út.  En það eru Tedda í Nitró, Aníta Hauksdóttir og Karen Arnadóttir.  Þetta verður sjálfsagt heilmikill upplifun fyrir þær að taka þátt í svona keppni á erlendri grundu og verður spennandi að sjá hvernig gengur.  Að vísu er eitt lykil markmið í ferðinni og verður það ófrávíkjanleg regla.  Markmiðið er að hafa gaman af þessu og njóta þess að vera til. 

Má þar með segja að útrásarverkefni Íslendinga hafa fengið nýja talsmenn og virðist engan enda taka hvað okkur Íslendingum dettur í hug að flytja út...:o)  En eins og þið vitið að þá eru íslenskar konur þær lang fallegustu í heimi, þannig að með þessu erum við að fríkka hóp nú þegar fallegra kvenna sem taka þátt í motocrossi á heims vísu.  Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta útrásarverkefni tekst til, því ég veit að þær munu vekja mikla eftirtekt...:o)

Nei, öllu gamni sleppt að þá er þetta heljarinnar ævintýri og öll aðfangastýringinn mikill.  Aðal málið virðist þó vera að útvega sér hjól þarna úti og eru engar hjólaleigur á öllu þessu stóra svæði.  Tvennt er í stöðunni, annars vegar að kaupa nýtt hjól eða kaupa notað.  Ekkert annað er þarna á milli þar sem það svarar ekki kostnaði að flytja hjólin út frá Íslandi. 

Ég hef hugsað mér að flytja smá fréttir af keppninni á þessa síðu og einhverjar myndir.  Svo framarlega sem ég komist í internet samband.  Fyrir þá sem hafa áhuga að þá getið þið lesið meira um þessa keppni í viðhenginu sem fylgir þessu bloggi.   


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband