Bolalda rokkar feitt...:o)

Fjölskyldan brá sér í Bolöldu á sunnudaginn.  Var ég svona hæfilega bjartsýnn á brautin væri í lagi í ljósi roks og rigningar deginum á undan, en þá máttum við frá hverfa.  Brautin var hreint út sagt frábær...  Það eru ár og öld síðan ég hef dottið í þvílíkan gír og hjólaði ég rúmlega 40 hringi í einum rykk.  Ég er hryllilega ánægður með nýja Yamaha YZ250F hjólið mitt og virðist það hjól henta mér mjög vel.  Björk lenti í smá veseni með sitt hjól, en svo virðist sem splitti hafa yfirgefið sinn stað í afturdemparanum með þeim afleiðingum að ein skinnan fór í keng og allt stopp.  Var hjólið eins og "chopper".  Þetta gerðist þegar Kjartan #274 fékk aðeins að prófa hjólið hennar Bjarkar og var hann varla komin af stað út í braut þegar þetta gerðist.  Höfðu gárungar það á lofti að nú hefði Kjartan "sprengt" brjáluðu Bínu...:o)

Björk tók eitthvað af myndum og eru sumar nokkuð dökkar sökum birtu skilyrða.  En ég hendi eitthvað af þessu inn.  Bein slóð á myndirnar er:  http://sveppagreifinn.blog.is/album/Sunnudagur_Bolalda/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband