Ritdómur um Hondu CRF250 og tilraun til að hjóla í dag í Bolöldu

Fyrir þá sem hafa áhuga að þá er ég búin að þýða lauslega grein sem birtist í desember útgáfu Motorcross Action Magazine fyrir nokkrum dögum um þeirra álit á 2008 árgerðinni af Hondu CRF250.  Ég tek það skýrt fram að eingöngu er um þýðingu að ræða, en ekki mitt persónulega mat á hjólinu þar sem slíkt hjól hef ég ekki keyrt ennþá og er því alls ekki dómbær á það hvort það sé gott eða slæmt.  En þið getið séð ritdómin á www.motorsport.is

Annars gerðum við frúin tilraun til að hjóla í Bolöldu í dag.  Veðrið bauð að vísu ekki upp á neinar stórkostlegar æfingar og fauk maður til á nánast öllum pöllum sem eru í brautinni og var því aksturinn í samræmi við það.  Það kom mér þó á óvart tiltölulega gott ástand brautarinnar í ljósi rigningar síðustu daga.  En á heildina var hún bara nokkuð góð.  En að sjálfsögðu voru komnir 2-3 drullukaflar í brautina sem voru varasamir eins og fyrr daginn.  Hjóluðum líka upp í dal, gátum leyft okkur það þar sem við vorum bara tvö.  Var það bara ágætt og er brautin upp frá í góðu ástandi.  Stóra spurningin er hversu lengi verður hægt að hjóla þarna vegna komandi snjóa í vetur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband