Mánudagur, 15. október 2007
Fyrsti aksturinn á YZ250F, hjólinu mínu
Jæja, þá er maður loksins búið að fá hjólið sitt. Það var mikil gleði að sækja það á föstudaginn og var stefnt á að hjóla á laugardaginn. En allt kom fyrir ekki og kom annað upp á sem gerði það að verkum að það vannst ekki tími til að prófa hjólið, þ.e. sitt eigið hjól. Á sunnudaginn var aftur á móti tekin ákveðin stefna að prófa hjólið og aldrei þessu vant fórum við hjónakornin saman án barnanna að hjóla. Það er alltaf svo lítið skrýtið að hjóla án þeirra, en þetta var bara gaman.
Hvernig virkaði svo hjólið? Jú, það svínvirkar og er ég mjög ánægður með það. Standard fjöðrunin í þessu hjóli er mjög góð og mér finnst auðveldara að keyra hjólið, þ.e. beita því og þreytist ég síður. Í byrjun er það nú samt powerbandið sem maður finnur helst muninn á. Powerbandið í YZ250F er mun mýkra og virkar eins alla leið í gegn, eða m.ö.o. jafnt og þétt alla leið í gegn. En t.d. Kawasaki KX250F powerbandið virkar meira "brutal" þegar kemur inn í miðju powerbandsins, alla vega hvað 2007 árgerðina snertir. Það skal þó tekið fram að upplifun hvers og eins er einstaklingsbundinn og það sem hentar mér, þarf ekki að henta næsta manni. Á heildina litið er ég mjög sáttur við hjólið miðað við fyrsta akstur. Ég er ekkert farin að persónugera hjólið (pimp my ride), þ.e. aðlaga það að mér en við slíkt breytist upplifunin á hjólinu töluvert.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar