Mánudagur, 8. október 2007
Skroppið í Bolöldu
Hluti fjölskyldunnar skrapp í Bolöldu í dag í blíðskaparveðri ásamt Yamaha Racing Team. Margrét var fjarri góðu gamni þar sem hún var í Vestmannaeyjum á einhverju landsmóti sem ég man ekki hvað hét. Ekki verður hægt að kvarta yfir aðstæðum í dag, nema þá einna helst að sólin er farin að verða ansi lág á lofti og blindar þegar ekið er upp ákveðnar brekkur í brautinni. Annars var allt "príma". Að vísu var ég ekki að hjóla þar sem ég er hjólalaus í dag, fæ nýja Yamaha YZ250F í næstu viku og get varla beðið. Þannig að ég mundaði myndavélina í gríð og erg og var skotið hátt í 700 myndir.
Ekki voru margir á svæðinu þegar við mættum, en það átti eftir að breytast og áður en varði var allt orðið fullt af fólki sem gerir þetta bara skemmtilegra. Viktor og Freyr voru eins og beljurnar sem hleypt er út á vorin tóku vel á því. Kjartan er að fíla nýja YZ125 betur og betur og er farin að stökkva stóra pallinn við húsið, en æ fleiri eru farnir að ná yfir þann pall. Aron #131 var líka nokkuð sprækur. Bryndís varð fyrir því óhappa að lenda illa á stóra pallinum, en betur fór en á horfðist. Eftir allt var þetta bara góður dagur í Bolöldu, en það er að verða ansi langt síðan við hjóluðum þar síðast.
Setti nokkrar myndir inn og má finna þær á eftirfarandi slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Boalda7september
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar