Liðamyndun fyrir árið 2008 og smá hugleiðingar því tengdu

Það er ljóst að árið 2008 verður ár breytinga hjá sumum.  Alla vega hefur þessi fjölskylda gengið til liðs við Yamaha Racing ásamt Kjartani, JóaKef sem verður liðstjóri og Guðnýju.  Aron, Heiðar og Stebbi gengið til liðs við Team Nitro Kawasaki.  Stóra spurningin á þessu ári er hvað KTM mun gera þar sem eitthvað hefur hópurinn verið að þynnast hjá þeim og hafa þeir misst nokkra afbragðs ökumenn eins og sést að framantöldu.  Einar púki, Gulli og Raggi heimsmeistari munu vera áfram á KTM og ég veit ekki betur til en að Sölvi og Bryndís munu einnig halda áfram hjá KTM.  Viktor, sem hefði getað skipað stóran sess í 2008 tímabilið hér á landi, fer að öllum líkindum aftur til Bandaríkjanna og skyldi það engan undra ef slíkt tækifæri er í boði.  

Hvað Honduliðið snertir að þá veit ég ekki mikið um hvað er að gerast þar, nema það að Binni Morgan er þar tvístígandi þar sem hann veit ekki hvort hann eigi að dempa sér í MX1 hópinn á 450 hjóli eða halda áfram og reyna að verja núverandi Íslandsmeistaratitill í MX2 á 250 hjóli.  Ég verð þó að segja að ég get ekki verið meira sammála Binna Morgan um umfjöllun á MX2 og MXB.  Í raun er það skammarlegt hvernig fjallað er um suma flokka og aðrir heiðraðir sérstaklega. 

Mér finnst í raun að alls konar siðferðis spurningar hafa vaknað með aukinni þátttöku allra aldurshópa og þá sérstaklega aukinni þátttöku kvenna í sportinu sem við, sem stundum þessa íþrótt verðum að spyrja okkur og taka efnislega afstöðu til.  Af hverju er t.d. eingöngu byrjendaflokkur hjá körlum en ekki konum?  Okkur þykir sjálfsagt að launa okkur, þeim sem erum með rana, sérstaklega fyrir að koma og taka þátt en það skiptir engum toga þegar kemur að konum að þá skulu þær bara dempa sér í stóra slaginn með þeim sem eru orðnar ansi "hardcore" motorcrosskeppnisfólk eins og t.d. Karen o.fl.  Þarf ekki líka að umbuna þessum stelpum sem eru nýjar í sportinu og hvetja þær til áframhaldandi iðkun, ekkert síður en okkur körlum?  Það verður ekki hjá því litið að mesta aukning í keppnum árið 2007 hér á landi var drifin af kvenkynsökumönnum.  Af hverju er ekki verðlaunað fyrir nýliða ársins í öllum greinum?

Óliver komin í Yamaha gírinn...:o)Nú munu kannski margir líta upp og segja, já það er ekki nema von að hann er að röfla.  Hann á jú tvo þátttakendur í kvennakeppninni.  En menn mega ekki gleyma að þó ég telji mig ekki beint vera á besta aldri sjálfur til að byrja að keppa og í ljósi þess að ég byrjaðu sjálfur að hjóla í september í fyrra 39 ára gamall, að þá á ég ungan son sem er 9 ára og mun að öllum líkindum eiga eftir að stíga einhver skref á keppnum í framtíðinni hér á landi.  Málið er mjög einfalt, að með tilkomu kvenna í sportið, að þá hefur sportið fengið á sig nýja og ferskari ímynd.  Ímynd sem við, hjólafólk, getum nýtt okkur til góðs og drepið marga þá fordóma sem umlykur þetta sport hér á landi.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband