Sunnudagur, 30. september 2007
Laannnnggiiiisssannndur (Langisandur)...:o)
Þá er Langasandskeppnin afstaðin og var þetta nokkuð skemmtileg keppni þó veðurguðirnir hefðu svo sannarlega mátt vera okkur hliðhollari. Skítaveður, ef maður á að tjá sig á einfaldan máta. Ekki kepptu jafnmargir og venjulega, en öllu jafna hafa verið rúmlega 100 keppendur skráðir í motocrossmótin í ár en um 60 manns voru búnir að skrá sig fyrir lok skráningartíma en eitthvað bætist við á sjálfan keppnisdaginn. Langisandur er nokkuð skemmtilegur keppnisstaður en hann á þó einn galla, og það er að hann er langur eins og nafnið gefur til kynna þannig að maður náði ekki að fylgjast með neinu sem gerðist á síðari hluta brautarinnar og svo öfugt ef maður færði sig. En þrátt fyrir það, frábært að geta keppt í þessari fjöru og skemmtileg stemming sem skapast á svæðinu. Því miður urðu menn frá keppni að hverfa eftir "hnjask" eins og Bjarni Fel. myndi orða það. En Ásgeir #277 og Aron #66 urðu að hætta keppni ásamt syni þulsins sem ég man ekki hvað heitir.
Ég var hæstánægður með kerlu (brjáluðu Bínu), sem var að keppa í fyrsta sinn á nýju hjóli (Yamaha YZ125) sem var varla tilkeyrt, en hún hreinlega brilleraði þrátt fyrir lélegt start og endaði í 5 sæti. En hún keppti á hólinu eins og það kemur beint "out of stock", fyrir utan lækkun á því. "Hjólið bara svínvirkar og geðveikt að keyra það", eins og hún sagði að keppni lokinni hæstánægð með árangurinn. En Björk er að verða þannig, að eftir því sem aðstæður eru meira "extreme" því skemmtilegri þykir henni að taka þátt.
Margrét var ekki alveg jafnfljót að finna sig eins og mamma sín, en var samt farin að koma til þegar á leið. Hún endaði í 8 sæti í það heila í opna kvennaflokknum, en hún var nánast varla búin að keyra hjólið í nema um 30 mínútur áður en hún keppti á því í þessari keppni. En hún er á Yamaha YZ85 og mun keyra á henni næsta tímabil. Henni finnst hjólið vera kvikara en það "gamla". Helga #183 lenti í 9 sæti en hún var líka að keyra nýtt hjól sem hún steig í fyrsta sinn á, beint í þessa keppni. Nú er bara að spýta í lófann stelpur og bæta í...
Að öðrum nýjum liðsfélögum okkar var það að frétta að Kjartan #274 var að keyra rosalega vel á nýju YZ125 hjólinu og var í stóru keppninni lengi vel í 10-12 sæti en varð því miður frá að hverfa þegar stutt var eftir þar sem vatn komst í loftsíuna og hann ákvað að stoppa í stað þess að valda skemmdum. Skynsamur strákur það. En hann var/er að fíla þessa nýju YZ125 í ræmur og fannst hjólið skila "powerinu" mjög skemmtilega og hjólið hafa mjög gott "traction". Halli #182 lenti í þriðja sæti í MX2 og var að finna sig vel á YZ250F. Björgvin #42 lenti í 4 sæti í MX1 á YZ450F og var óheppinn. Nánari upplýsingar um úrslitin er að finna á eftirfarandi slóð: http://www.msisport.is/content/files/public/html/mylapsscript.html?eventid=255430
Þá er komið að því sem einhverjir hafa sjálfsagt verið að bíða eftir, en það eru myndirnar. Jú, ég skaut í hátt í þúsund myndir þennan dag. Ég er að byrja á henda þessu inn og á stærsti hluti þeirra að vera komin á vefinn fyrir miðnætti í kvöld. En bein slóð á myndirnar verður: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Langisandur2007/
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar