Fjölskyldan gengin Yamaha á hönd

Já, það verður heldur betur breyting hjá fjölskyldunni fyrir næsta tímabil, en sú ákvörðun hefur verið tekin að ganga til liðs við Yamaha Racing.  Sem sagt, fjölskyldan mun aka á bláum hjólum á næstunni og munu mæðgurnar keppa fyrir þeirra hönd frá og með deginum í dag.  En er það mun líkara HP merkinu en Kawasaki...:o)  Ég vil taka það skýrt fram að við skiljum við Team Nitró Kawasaki í mesta bróðerni og óskum þess liðs alls hins besta í framtíðinni, þó krafta okkar njóti ekki á næstunni og þökkum fyrir nýliðið keppnistímabil.  Á sama tíma hlakkar okkur mikið til að takast á við ný verkefni með Yamaha Racing Team í samvinnu við Motormax.  En það eru virkilega spennandi tímar framundan hjá því liði og mikill hugur í mönnum þar sem aðalatriðið verður fyrst og fremst liðsheild og skemmtilegheit.

Fjölskyldan að sækja nýju hjólin í dagMæðgurnar munu taka sín frumskref í keppni á splunkunýjum Yamaha hjólum á morgun, í keppninni á Langasandi.  Er það ágætis vettvangur til að læra og kynnast nýju hjóli.  En við fengum fyrstu hjólin afhent í dag í Motormax en á myndinni hér til hliðar sést þegar hópurinn kom ásamt Kjartani, sem jafnframt er nýgenginn til liðs við Yamaha Racing, sækja hjólin.  Við viljum þakka Motormax fyrir frábærar viðtökur og já, þetta á eftir að verða skemmtilegt tímabil framundan.  Sjáumst á Langasandi á morgun.  Vonandi skánar blessaða veðrið fyrir sjálfa keppnina, annars er hætt við að það verði MJÖG blautt á morgun...Frown  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband