Þriðjudagur, 25. september 2007
Ný braut á Hellu prófuð
Við fórum, þrátt fyrir bilaða veðurspá, á Hellu á sunnudaginn til að prófa nýju motocrossbrautina sem þar er nýbúið að leggja. Ferðin austur gekk þokkalega þrátt fyrir mikinn vind og töluverðar kviður sem tóku vel í. Á Hellu var ekki einungis verið að vígja nýja braut, heldur var þar líka í gangi torfærukeppni í "Formula Off-Road". Ekki þarf að tíunda miðað við framgreindar veðurlýsingar hvernig aðstæður voru, en þær voru satt að segja afar daprar. Geysilegt sandfok var á svæðinu og var vart verandi á svæðinu án þess að vera með hlífðarbúnað því annars voru öll vit full af mold og sandi.
Brautin sjálf var eins og menn orðuðu það, þægileg. Ekkert "fansí" og að margra mati áreynslulaus. En ég tek það fram að ég prófaði hana ekki sjálfur þar sem mér datt ekki í hug að hjóla við þessar aðstæður. Það verður ekki sama sagt um Brjáluðu Bínu þar sem hún fór með trukki og dýfu út í braut og fékk nýtt viðurnefni fyrir vikið, eða "Roadrunner". Þar sem hún keyrði bara helming brautar og svo veginn til baka sökum vinds... Halli og Kjartan fóru einnig í brautina ásamt Erni og fjölskyldu (Karen, Aron og Co.). Einhverjir fleiri spreyttu sig á henni, en þekki þá ekki með nafni.
Hvað sem líður að þá fögnum við allir sem einn tilkomu nýrrar brautar og það er ávallt gleðiefni þegar úrvalið eykst í okkar brautarflóru. Ég tók nokkrar myndir af mönnum við að reyna keyra við þessar erfiðu aðstæður og má sjá þær á eftirfarandi slóð: http://sveppagreifinn.blog.is/album/BrautarvigslaaHellu/. Fyrir þá sem stóðu og standa að brautinni vill ég óska til hamingju með árangurinn og þá vinnu sem þið hafið lagt af hendi. Við eigum eftir að sjást þarna í vetur...:o)
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar