Fimmtudagur, 20. september 2007
Áfram strákar...
Jæja, þá er stór helgi framundan. Það er ekki nóg með að strákarnir okkar séu að fara að taka þátt í sinni fyrstu alþjóðlegri motocrosskeppni, heldur er þetta líka síðasta helgin fyrir Langasandskeppnina sem nýbúið er að auglýsa. Mér skilst að keppnin í fyrra hafi verið afskaplega vel heppnuð, en því miður vegna veikinda að þá gátum við ekki orðið vitni af henni og verðum því að treysta á orð annarra. Nú vonum við að breyting verði á og Margrét er alla vega harðákveðin að taka þátt og Björk ætlar að prófa að hjóla um helgina, þó að stutt sé síðan hún kom úr aðgerð. Vonandi fer hún sér ekki að voða...
Planið um helgina er að fara til Þorlákshafnar á laugardaginn, koma heim með látum til að horfa á útsendingu frá MXON. En fyrir alla þá sem ekki vita að þá er hægt að kaupa sér aðgang á netinu í gegnum MediaZone. En þeir senda beint í gegnum netið og hægt er að kaupa sér aðgang á eftirfarandi slóð: http://www.mediazone.com/channel/motocross/index.jsp?utm_source=mzhp&utm_medium=logo&utm_campaign=mzhp_logo_moto_81307. Hægt er að kaupa sér eingöng frá MXON eða kaupa sér ársáskrift. Ég ætla alla vega ekki að missa af neinu. Aðalkeppnin fer svo fram á sunnudag. Útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 GMT. Fyrir þá sem vilja fylgjast með strákunum okkar, að þá hefur Binni Morgan verið mjög duglegur að blogga um ferðina út og kann ég honum bestu þakkir fyrir, frábært framtak Binni. En hægt er að skoða síðuna hans Binna á www.morgan.is. Nú er litur eða lið aukaatriði og hendum þessum ríg fyrir borð og styðjum piltana eins og hægt er. Get ekki beðið eftir að sjá þá um helgina. ÁFRAM ÍSLAND!
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar