Vetrarfílingur

Óliver töffariVið tókum "nettan" vetrarfíling á daginn í dag og fórum í brautina í Þorlákshöfn.  Bara svona til að minna okkur á hvernig veturinn myndi koma til með að líta út.  Það er óhætt að segja að um vetrarfíling hafi verið að ræða þar sem fjöllin voru hvít og hitinn rétt skreið yfir 4°C.   Einnig var töluverður norðannæðingur sem nísti inn að beini.  Gigtin segir mér að það verði kalt í vetur...Smile

Brautin var bara nokkuð góð, en mjög laus í sér.  Engar línur komnar í hana og maður var hreinlega út um allt og alls staðar.  Sökk maður um 15 cm í sandinn var hún því nokkuð þungfær.  Maður þurfti 3-4 hringi til að rifja aðeins upp hvernig best er að aka í sandi, ekki svo viss um að það hafi tekist alveg...Wink   Það eru nokkrir stórir steinar sem ekki væri verra að tína úr, en því miður gat ég ekki gefið mér tíma í dag til að gera það þar sem við vorum á klukkunni og þurftum að vera komin í bæinn fyrir 15:45. 

Margrét í þykkum sandinumAnnars gekk þetta bara þokkalega hjá gamla karlinum, þ.e. mér en Margrét var að ströggla á 85cc hjólinu og var færið mjög erfitt fyrir þessa tegund hjóla og minni.  Margrét byrjaði nú á því í fyrsta hring að stinga sér til sunds eða hún keyrði á fleygiferð beint í einn af stærstu "andapollum" á brautinni og það var eins og hún hefði ekið í gegnum bílþvottastöð á hjólinu.  Óliver var ekki mjög sáttur við daginn þar sem karlinum hafði láðst að láta skipta um dekk hjá honum og var hann nánast á sléttbotna og gripið minna en ekkert.  En svona er þetta stundum.  Setti nokkrar myndir inn frá deginum og hægt er að fara beint á myndirnar á eftirfarandi slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Vika38/   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband