Sumarið var tíminn....

Jæja, nú fer maður að hlusta á lög frá Whiskey & vindlaklúbbinn til að kynda undir næsta ár þar sem opinbert tímabil hjólamanna er jú lokið.  Alveg með eindæmum hvað þessir gaurar eru frjóir...Smile  En upphafið á þessum skrifum er eiginlega að mér var hugsað til sumarsins sem er víst liðið, eða eins og Laddi myndi segja "BÚIÐ"...  Þetta sumar og þetta tímabil hefur verið mjög lærdómsríkt fyrir okkur og höfum við, eins og flestir, átt okkar góðu og slæmu daga.  Við erum búin að kynnast mikið af frábæru fólki og þegar á allt er á botninn hvolft, að þá stendur það eitt og sér upp úr öllu þessu brölti.  Hjólin eru eitt, en fólkið og félagsskapurinn í kringum þetta er einu orði sagt frábær.  Skiptir þá engu máli um í hvaða liði viðkomandi er í eða tegund hjóla.

Ýmsar breytingar hafa átt sér stað hjá okkur, t.d. fórum við af jeppanum yfir í sendibílamenninguna þrátt fyrir hatramma baráttu mína til að gera eitthvað annað.  Að lokum varð skynsemin ofan á og sé ég alls ekki eftir þeirri ákvörðun.  Þessi bíll hefur bara verið brilliant og á sjálfsagt eftir að reynast okkur ennþá betur þegar veturkonungur gengur í garð.  Kawasakihjólin hafa reynst okkur afskaplega vel og hef ég ekkert upp á þau að klaga.  Mæðgurnar og sonur hafa tekið töluverðum framförum í sumar og er allt annað að sjá til þeirra í lok tímabils heldur en í byrjun, en ég er eiginlega "súkkat" í þessum málum...Wink 

Liðið Team Nitró Kawasaki var þétt skipað í byrjun og miklar væntingar gerðar.  Snemma þynntist þó hópurinn vegna meiðsla og þegar upp er staðið að virðist kvennaflokkurinn hafa "plummað" sig einna best.  Persónulega fannst mér mest gaman að fylgjast með MX unglinga, en þar eru mikil framtíðarefni á ferð.  Liðið á þó mikla framtíð fyrir sér ef rétt er staðið á málum og nýlega bættist við það mikill liðstyrkur þegar Aron Ómarsson gekk til liðs við það fyrir komandi tímabil.

Margrét og Gary hjá Ngage í drullumalli..:o)Undirbúningstíminn fyrir næsta tímabil er nú þegar hafið hjá sumum liðum og má þar meðal annars nefna Yamaha Racing Team.  Ég veit að Team Nitró Kawasaki fer af stað með skipulagðar æfingar á næstu vikum og ég geri fastlega ráð fyrir því að Hondaliðið og KTM siti ekki auðum höndum, að ógleymdu TM.  Menn munu sjálfsagt æfa við afar misjafnar aðstæður í vetur eins og gengur og gerist og svona rétt til að minna fólk á hvernig þetta getur litið út í vetur að þá skelli ég hér með mynd af Margréti á æfingu hjá Ngage á Selfossi...Smile  Muna svo bara að brosa af þessu öllu saman.

Að lokum vill ég og fjölskyldan þakka öllum þeim sem hafa verið á einhvern hátt viðloðandi þetta sport í sumar og þá sérstakleg liðsfélögum.  Sérstaklega viljum við þó þakka starfsfólki Nitró fyrir aðstoðina í sumar.  Okkur er þegar farið að hlakka til næsta tímabils og vonandi sjáum við sem flesta.     

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband