Þriðjudagur, 4. september 2007
Drullumall, oj bjakk en það svínarí...:o) Loksins hafði ég það af að koma myndunum á vefinn
Já, það er óhætt að segja að veðurguðirnir voru í aðalhlutverki þennan laugardag 1 september. En þá fór fram 5 og síðasta umferð Íslandsmeistaramótsins í motocrossi. Aðstæður voru vægast sagt skelfilegar fyrir keppendur, brautin eitt drullusvað eftir úrhelli síðustu daga. Má eiginlega segja að það hafi legið yfir henni á milli 5-10 cm drullulag áður en menn komust í einhverja fasta spyrnu. Fyrir vikið var keppnin hin mesta skemmtun fyrir áhorfendann, enda ekki á hverjum degi sem maður sér svona hópdrullumall eiga sér stað.
Ég var mjög sáttur með útkomu helgarinnar hvað þessa fjölskyldu snerti. Margrét náði þriðja sæti í sínum flokki og endaði þar með í þriðja sæti í heildina til Íslandsmeistara. Hún náði að fara í gegnum mótin stórslysalaust, fyrir utan gott "crash" í Ólafsvík. En hún sjálf er mjög sátt við árið og hefur hún tekið miklum framförum. Björk hefur átt betri dag, enda líður ennþá fyrir axlameiðslin sem hún hefur átt að glíma við á síðustu 2 keppnum. Hún harkaði þetta af sér og keppti. En að sjálfsögðu hefði verið æskilegra að hún hefði gengið líkamlega heil til skógar í síðustu keppnum. Hún náði að klára og fannst þetta drullumall bara geðveikt. Hún endaði í 9 sæti til Íslandsmeistara í sínum flokki og verður það bara ekki að teljast drullugott í ljósi þess að hún byrjaði að hjóla í janúar.
Annars urðu úrslit dagsins þannig, að í 85cc kvenna vann Signý, Bryndís var í öðru sæti og Margrét í þriðja. Bryndís tryggði sér jafnframt Íslandsmeistaratitilinn og óska ég henni til hamingju með árangurinn í ár. Signý lenti í öðru sæti til Íslandsmeistara og Margrét í þriðja eins og fram hefur komið. Í 85cc drengja vann Eyþór og jafnframt tryggði hann sér Íslandsmeistaratitilinn. Bjarki var í öðru sæti og Jón Bjarni í því þriðja. Í opnum kvennaflokki kláraði Karen Arnadóttir mótið með glans, eða með fullt hús stiga úr öllum mótum sumarsins. Það er því nánast óþarft að taka það fram að hún heldur Íslandsmeistaratitlinum áfram og er mjög vel að þeim titli komin. Til hamingju Karen. Í MX unglinga vann Heiðar og tryggði hann sér einnig Íslandsmeistaratitilinn. Í öðru sæti var Ómar Þorri og Freyr var í því þriðja. Í MX2 sigraði Gulli, Binni Morgan var í öðru sæti og tryggði hann sér jafnframt Íslandsmeistaratitilinn. Í þriðja sæti var Pálmi. Í MX1 kom Svíi sá, og sigraði. Aron var í öðru sæti og Einar var í því þriðja. Einar tryggði sér Íslandsmeistaratitillinn í MX1 og óska ég honum til hamingju með árangurinn og í raun öllum þeim sem náðu verðlaunasætum í sumar eða tóku yfirhöfðu þátt í mótum í ár.
Jæja, best að hætta þessu kjaftæði og snúa sér að því sem einhverjir eru að bíða eftir og það eru jú myndirnar. En ég tók eitthvað á fimmtándahundrað mynda og fer eitthvað um 500 á þennan vef í dag. Bein slóð á vefalbúmið er: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/MX5-Bolalda/. Það verður sérklausa um enduromótið sem fór fram á sunnudaginn og að sjálfsögðu myndir, eða um 300 talsins.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar