Stelpuferð á Sólheimasand

Jæja, þá erum við nýkomin heim úr afar skemmtilegri ferð á Sólheimasand.  Ég vill þakka þeim sem að stóðu fyrir þessa ferð og var hún hin mesta skemmtun.  Veðrið var frábært og staðurinn einstakur.  Ekki spillti fyrir að fólkið var saman komið til að hafa gaman.  Hópurin var í kringum 20+ með aðstandendum.  Gamli maðurinn, ég, keyrði í fyrsta sinn motorcross hjól og það ekki af verri gerðinni, Kawasaki KX250F.  Þannig að það er ljóst að þessi baktería er komin til að vera hjá mér.  Ég legg til að svona ferðir verði farnar árlega og þá ekki hafðar á sama tíma svo að allir geta hugsanlega komist með, þó erfitt verði alltaf að finna tíma sem hentar öllum.  En núna voru 6 stelpur búnar að pakka saman hjólum og senda í skip til Englands vegna keppni sem fer þar fram í næstu viku.  Við hin sem mættum í þessu stórskemmtilegu ferð óskum ykkur góðs gengis og vonumst til að sjá ykkur sem fyrst.  Ég setti einhverjar myndir úr ferðinni undir MX Girlz, en því miður gleymdi ég myndavél þannig að margar hverjar voru teknar á símann minn sem ég er ekki ennþá búinn að setja út á netið.  Annars er hrúga af myndum á heimasíðu Freyju, http://www.123.is/freyz/, mæli með að þið kíkið þangað.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis! Búið er að ákveða að fara í vor næst :D Lok maí byrjun júní! Þarf bara að finna helgi!

Ingibjörg tók yfir 300 myndir á mína vél og eru þær komnar á mína síðu. www.123.is/freyz undir myndaalbúm til hægri.

Takk enn og aftur fyrir frábæra ferð og langan sunnudag = þreyttan mánudag ;)

Freyja (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 19:39

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband