Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Ngage námskeið
Jæja, við fórum á Ngage námskeið í dag eða það er kannski réttar að segja að Margrét fór. Námskeiðið var haldið í Bolöldu þar sem ekki þóttu margar aðrar brautir í standi fyrir þennan hóp. Hann Elías í Jarðmótun stendur fyrir því að Gary skuli koma til Íslands og kunnum við hin, sem erum þiggjendur, honum bestu þakkir fyrir. Ngage námskeiðið er að mínu mati góð námskeið og hann Gary virðist ná vel inn á fólk og er virkilega að módivera einstaklingana til að gera betur. Alla vega það sem ég hef séð í sumar, er að hann hættir ekki fyrr en hann er orðin nokkuð ánægður með útkomuna. Þó það þýði að það teygist aðeins á námskeiðstímanum. Þetta kann ég að meta og Margrét er mjög ánægð með hann sem leiðbeinanda. Ánægja hennar endurspeglaðist í því að hún vildi fara strax aftur daginn eftir og var drullufúl þegar mér varð það á í messunni að tilkynna henni að það gengi ekki upp þar sem hjólið væri að fara í viðhald. En það sprakk á framdekkinu hjá henni og einnig er afturbremsurnar orðnar eitthvað slappar, þannig að hún endaði á mínu hjóli í dag það sem eftir lifði námskeiðs og komst bara nokkuð bærilega frá því. En það er mikið stökk frá KX85 two stroke yfir á 250cc four stroke.
Jæja, hvað sem því líður að þá tók ég nokkrar myndir í dag, svona eingöngu til að halda vélinni heitri fyrir mótið um helgina. Fyrir þá sem hafa áhuga á að þá er bein slóð á myndirnar: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Ngagenamskeid/
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar