Bolalda í gær, bara brilliant...:o)

Mikið hefur verið skeggrætt um Bolöldu og allt sem þar sé gert sé gert að vanhugsuðu máli.  Ja, ég er nú ekki mikill keppnismaður á hjóli og get því kannski ekki tjáð sem slíkur.  En sem leikmaður að þá verð ég nú hreinlega bara að segja að ég skil ekki þetta væl.  Að Bolalda sé ónýt og hún sé orðin of tæknileg fyrir byrjendur og jaríjaríjarí...  Þvílíkt kjaftæði!  Brautin er orðin nokkuð skemmtileg að mínu mati og margt sem hefur verið gert til að gera hana skemmtilegri.  Ekkert er fullkomið og brautin á sjálfsagt eftir að taka einhverjum lítilsháttar breytingum, en það á líka við þá ökumenn sem keyra þarna.  Menn væla yfir grjóti og vissulega er það hvimleitt, en ég sé ekki marga út í braut til að týna það úr.  Menn dásama Sólbrekku og hún er líka skemmtileg, en þar hef ég séð her manns við að týna úr grjót.  Án þess væri sú braut grjótbarið helvíti.  Ég t.d. fór 4x alla brautina í Sólbrekku þá daga sem hún var opin rétt fyrir mótið og týndi úr brautinni grjót.  Það er alltaf hægt að gera góða braut betri og það gerist eingöngu ef allir leggjast á eitt um að gera slíkt.  Það á líka við Bolöldu eins og aðrar brautir.

Jæja, best að hætta þessu tuði.  Fjölskyldan var alla helgina í Bolöldu, laugardagurinn var vinnudagur en sunnudagurinn var dagur þar sem fjölskyldan fór meira og minna að hjóla.  Ekki skemmdi að veðrið var með allra besta móti í gær.  Ég byrjaði á að hjóla upp í dal og síðan beint í braut.  Ég skemmti mér alla vega konunglega og veit að það sama gilti fyrir aðra fjölskyldumeðlimina.  Og svona til að toppa röflið í mönnum yfir brautinni, ef kerla getur hjólað brautina með rifin vöðva í öxl, að þá geta flestir heilbrigðir menn gert slíkt....Tounge    

Margrét og Bryndís að leika sérÉg tók nokkrar myndir af hástökkvurum dagsins, þ.e. Binna Morgan, Reyni, Sölva o.fl. og mun ég henda örfáum myndum inn í dag af þessum háloftafuglum.  Bryndís og Margrét skemmtu sér við að dúndra samhliða á stóra pallinn og náði ég nokkrum skemmtilegum myndum af því.  Að lokum vill ég þó minna fólk á 5 og síðustu umferð Íslandsmótsins í motocrossi á laugardaginn og síðustu umferð í enduro sem fer fram á sunnudaginn.  En báðar þessar keppnir verða haldnar upp í Bolöldu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband