Umfjöllun fjölmiðla um motocross

Ekki er nú langt síðan að ég fór að fylgjast með þessu sporti af einhverju viti, eða nánar tiltekið í sumar.  En ég verð að segja það að mér finnst umfjöllun fjölmiðla um þetta sport, fyrir utan Víkurfréttir, hafa verið afleiddar þegar leið á sumarið.  Það er nánast farið með endanleg úrslit í Íslandsmeistaramótinu eins og þjóðarmorð og þagað í hel...  En ef að hjólamenn eru grunaðir um utanvegaakstur að þá er því slegið upp helst á forsíðu og ræstar út þyrlur.  Vissulega er utanvegaakstur alvarlegt vandamál sem verður að uppræta, en það er nú ekki bara blessuðu hjólin sem taka þátt í þeim gjörningi.  Margir jeppamenn eru ansi duglegir að "búa sér til" sínar eigin leiðir og ég hef margar myndir séð af leiðsögumönnum á hreindýr fyrir austan þar sem þeir keyra vel utan slóða í þeim eina tilgangi að koma skyttum nær bráðinni eða ná í hana fyrir veiðimanninn.

Ekki vil ég tala illa um veiðimenn, enda veiðimaður sjálfur og jeppamaður.  En það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir að yfir 120 keppendur séu mættir til að úthella blóði, svita og tárum að þá er þessi grein varla til sem íþrótt
er kemur að fjölmiðlum.  RÚV var, jú, mætt á svæðið á Sólbrekku en samt var ekki einu sinni minnst á að nýir Íslandsmeistarar höfðu verið krýnd(ir) í helgasportinu það skiptið.  Ekki nóg með það, þegar ég inni RÚV hverju sættir, að þá bera þeir það fyrir sig að þeir hafi ekki fengið upplýsingar frá MSÍ og mótshöldurum til að senda menn á staðinn.  Ég benti þeim nú góðfúslega á að greinilegt væri að aðrir menn væru þá að villa á sér heimildir og þykjast vera starfsmenn RÚV við upptökur á efni frá keppninni, enda merktir í bak og fyrir.  Kannski hafa þeir ekki tímt að borga sig inn og þurft að dragast með myndavélar, hljóðnema og ýmislegt til að þess að komast hjá því að borga inn.

RÚV má þó eiga það að þeir eru að sýna frá mótinu, seint um síðir, en ég efast um að það yrði gert ef ekki væri fyrir styrktaraðilar að þessum útsendingum og eiga þeir aðilar þakkir skilið fyrir sitt framlag.  Hinir fjölmiðlarnir eru nánast eyðimörk er kemur að umfjöllun um motocross og hefur það verið helst Blaðið sem hefur sýnt þessu einhvern áhuga, fyrir utan Víkurfréttir.  

Í ljósi þess að um 20 konur kepptu í kvennaflokki, 20 drengir í 85cc og um 25 í 125cc flokknum að þá sést að það er mikill uppgangur í þessu sporti og mikil nýliðun í gangi.  Í MX flokki karla voru um 50 keppendur, sem er hreint út sagt frábært.   Ég sé ekki svona margar konur í öðrum akstursíþróttum og keyrslan á 85cc strákunum er vægast sagt mjög skemmtileg og hörð.  Svei mér þá, ég held að fjölmiðlamenn almennt geri sér ekki grein fyrir hvað þetta er skemmtileg sport að horfa á.

Sýn, sem hefur oft verið uppspretta sýninga í jaðaríþróttum, hefur nánast tekið motocross útaf sinni dagsrká og sýnir í staðinn heilu og hálfu dagana PÓKER...  Sem er eitthvað það allra drepleiðinlegasta efni sem ég hef á ævinni horft á

Vonandi verður bragabót á þessu fyrir næsta ár, þar sem ég tel að um töluverðan uppgang sé framundann í þessu skemmtilega sporti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband