4 umferð Íslandsmótsins í Sólbrekku afstaðin

Einn af fyrirboðum haustsins er afstaðinn, en það er motocrosskeppnin í Sólbrekku.  Eins og fram kemur í fyrirsögn að þá var þetta 4 umferð, en samtals eru þær 5 talsins og sú síðasta fer fram í Bolöldu 1 september.  Það þýðir að liðið hefur um 2 vikur til að laga það sem þarf að laga til að ná betri úrslitum en í þessu móti.

Skráðir keppendur voru um 120 og þar af voru kvenkynskeppendur um 26.  Mótið var allt hið bærilegasta og skemmti ég mér ágætlega  þar sem ég þeyttist á milli til að taka myndir.  Brautin var mjög skemmtileg að sjá, en eins og fyrra töluvert um ryk sem læddist inn um allt.  Fjöldi áhorfenda var á keppninni og það sem ánægjulegast var, það var að sjá ný andlit.  Ekki bara aðstandendur og þátttakendur eins og svo oft áður.  En það hefur loðað svolítið við afstaðnar keppnir að eingöngu þeir sem eru á kafi í þessu mæti til að fylgjast með.

Brjálaða Bína í hamÉg var hæstánægður með kerlu, brjálaða Bínu, þar sem hún keppti og keyrði bara ágætlega þrátt fyrir að vera með rifna vöðvafestingu á öxl.  Ekki byrjaði ballið vel fyrir hana, þar sem hún prjónaði af stað og datt og síðan keyrði hjól í þokkabót yfir hausinn á henni.  En hún fór upp og af stað og kláraði fyrsta motoið bara með stæl þrátt fyrir fyrrgreinda annmarka.  Seinna motoið gekk betur hjá henni og átti hún bara hið ágætasta start.  Ég er ekki með endanlega úrslit en mig minnir að hún hafi verið í kringum 10-12 sæti í opna kvennaflokknum.

 

Margrét #686Margréti gekk aftur móti ekki alveg eins og við höfðum óskað okkur.  Ekki það að hún kom ágætlega út úr fyrstu beygjunni eftir ræsingu og var með ágætis stöðu í þriðja sæti í sínum flokki í fyrsta motoi þegar hún varð fyrir því óláni að detta og drepa á hjólinu.  Við það missti hún nokkra keppendur fram úr sér.  Hún keyrði mjög grimmt til að vinna upp forskot þessara keppenda og þegar hún var búin að tína upp nánast alla þá sem hún hafði misst framúr sér, að þá datt hún aftur.  Refsingin við svona mistök eru afdrífarík og endaði hún í 5 sæti eftir fyrsta moto.  Í öðru motoi hélt óheppnin áfram að elta hana og drap hún á hjólinu í fyrstu beygju, hvernig sem hún fór að því.  Var hún nánast síðust þegar hún kom því aftur í gang.  En hún sýndi mikið keppnisskap og keyrði mjög vel í síðara motoinu og urðu mistökin ekki fleiri þennan daginn sem skilaði því að hún náði 3 sæti í seinna motoinu.  Þannig að hún endaði í 4 sæti í sínum flokki.

Hvað aðra keppendur og sigurvegara varðar, að þá sigraði Karen Arnadóttir í opna kvennaflokknum.  Bryndís sigraði í 85cc kvenna og Eyþór í 85cc drengja.  Viktor kom, sá og sigraði í MX unglinga en hann kom alla leið frá USA til að keppa á þessu móti.  Greinilegt að drengurinn er í fantaformi.  Gulli sigraði síðan MX2 og svo síðast en ekki síst að þá sigraði "gamla" kempan Einar í MX1.

Hvað myndir varðar, að þá tók ég nokkrar.  Eða aðeins tæplega 1700 myndir.  Ég mun reyna að byrja að henda einhverju inn í kvöld, en þarf að byrja á að hreinsa til þar sem ég hef hreinlega ekki lengur pláss á þessari bloggsíðu.  Sjáum hvað setur, en bein slóð á myndalbúmið er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/SolbrekkaMX4/.  Allavega á ég nokkrar krassandi myndir frá í dag þar sem nokkrir vel kunnir keppendur fóru á hausinn...Smile  Einn keppandi slasaðist á mótinu og þurfti aðhlynningu í bænum, en það var Freyja #999 og óskum við henni góðs bata.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband