Motocrossbrautir á suðvesturhorninu á leiðinni til fjandans??

Stórt er spurt, en það er ljóst að sú ásókn sem er orðin er í þetta sport að núverandi brautarfjöldi á suðvesturhorninu annar ekki núverandi umferð við óbreyttar aðstæður.  Um leið og búið að gera eina braut klára, að þá er hópmæting í hana og það tekur aðeins 2-3 daga að keyra hana niður í sama horf og hún var fyrir viðgerð.  Þá er næsta tekin fyrir og svo koll af kolli.  Það er eitt að hafa svæði til taks, en annað að ná að viðhalda þeim af viti.  Félögin eru rekin af allt of fáum einstaklingum sem bera hitann og þungan af mjög svo óeigingjörnu starfi.  Það þarf meira til ef þetta á að ganga upp hjá flestum félögum.  En ástandið er eftirfarandi:

Bolalda:  Jarðýtan biluð og erfitt að fá verktaka til að hlaupa undir bagga.  Viðgerð lokið að sinni og vonandi verður byrjað að laga hana í kvöld.  Annars er brautin glerhörð og sleip.

Sólbrekka:  Erfitt að fá verktaka til að hlaupa undir bagga.  Eru í vandræðum með að halda henni eins lengi opinni og hægt er fram að helgi vegna mótsins.  Annars er brautin orðin mjög illa farin þrátt fyrir viðgerðir í síðustu viku og allt að því hættuleg.  Vonast er til að viðgerð hefjist í kvöld

Þorlákshöfn:  Veit lítið um núverandi ástand brautar, en vissi að þeir voru í manneklu með að halda henni gangandi fyrr í sumar.

Selfoss:  Veit lítið um núverandi ástand brautar, en eitthvað virðist hafa dregið úr áhuga þeirra heimamanna við slys nýlegs formanns sem því miður slasaði sig nokkuð illa.  Við óskum honum góðs bata.

Akranes:  Eftir því sem ég best veit, virðist þessi braut vera í þokkalegu ástandi og hópmæting væntanleg í kvöld. 

Eins og sést á þessu að þá er ekki um auðugan garð að grisja.  Enda hefur tíðarfarið verið klúbbum afskaplega óhliðhollt, þó við hin sem elskum sól og meiri sól séum kannski ekki á sama máli.  Staðreyndin er hins vegar sú að brautirnar slitna mjög hratt við þessar aðstæður og klúbbarnir í miklum vandræðum að halda þessu við vegna óvenju mikils slits.  Einhverjar hugmyndir hafa verið með "sprinkler" kerfi, en það er mikil fjárfesting fyrir félög sem rekin eru nánast með tapi og sérstaklega þegar svo stutt er eftir af tímabilinu.  En félögin þurfa líka að huga að þau eru að verða af tekjum þegar brautirnar eru eins og þær eru og fólk fer að leita annarra leiða til að hjóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband