Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
3 umferð Íslandsmótsins á Akureyri og Dennis kveður
Jæja, þá er þessi stóra helgi afstaðin. Ætla nú ekki að röfla um drykkjumenningu eða siði okkar Íslendinga að hella okkur út úr skakka um þessa helgi eins og skyldu sé að ræða. En eins og fram hefur komið áður á þessari síðu, að þá fór fram 3 umferð Íslandsmótsins á Akureyri um helgina. Ekki var nú veðrið eins og minn gamli heimabær hefur oft verið margrómaður fyrir, en það slapp nú samt fyrir horn. Þetta minnti mann óneitanlega að haustið kemur yfirleitt strax eftir verslunarmannahelgina. Spurning að fara að huga að skotveiðinni í stað hjólsins, svona einu sinni...
Hvað sem því líður að þá var gaman fyrir norðan á mótinu. Umgjörðin með besta móti og eiga þeir Akureyringar þakkir skilið fyrir skemmtilegt mót. Brautin var flott og allir sem ég hafði orðastað við töluðu um að það væri gaman að hjóla í henni. Mæðgunum gekk bara bærilega fyrir norðan og var Björk í 10 sæti yfir það heila, en Margrét var í 4 sæti. Hún var í 3 sæti eftir fyrsta moto og hélt því eftir rúma 2 hringi í moto 2, en þá var endurræst. Hún náði mjög svo lélegu starti í endurræsingunni og þrátt fyrir harða atrennu að ná upp í 3 sæti, að þá endist henni ekki tíminn til að klára málið og því fór sem fór. En ég er samt í skýjunum yfir árangri þeirra mæðgna þar sem getan hefur vaxið gífurlega. Sérstaklega hefur Margrét tekið miklum framförum og mikill munur á að sjá hana hjóla fyrir um ári síðan í þessari braut versus núna.
Annars er það einn helst breytingin að hann sænski Dennis, þjálfari, er farin af landi brott og skilur eftir sig stórt gat í þjálfunarmálum þar sem ég veit ekki til þess að búið sé að finna arftaka fyrir hann ennþá. En skv. námskeiðunum sem skipulögð voru, að þá áttu þau ekki að klárast fyrr en í kringum 25 ágúst. Við þökkum Dennis fyrir skemmtileg kynni og vonumst eftir að sjá hann fljótlega aftur.
Myndir frá Akureyri... Já, þá er það með þessar blessuðu myndir. Ég tók hátt í 1100 myndir fyrir norðan í keppninni og spurningin er hvað ég á orðið að gera við allar þessar myndir, þar sem þær eru langt frá því að vera allar af minni fjölskyldu. Alla vega er það orðið ljóst að rýmið mitt á þessari bloggsíðu er eiginlega sprungið og einnig er þetta farið að taka drjúgt pláss á minni prívat tölvu. Ég mun þó henda eitthvað af þessum myndum inn á næstunni, en ég hef nú þegar valið hátt í 350 myndir til að setja á þennan vef. En þetta getur orðið í síðasta skiptið sem þessa síða hýsir nýjar myndir af móti þar sem allar þessar myndir taka jú pláss hjá hýsingaraðila og það pláss er ekki ókeypis. Ég mun byrja að henda inn myndum í nótt en geri ekki ráð fyrir, sökum fjöldans, að vera búin að koma þeim öllum fyrir fyrr en á miðvikudag eða jafnvel ekki fyrr en á fimmtudag.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar