Miðvikudagur, 1. ágúst 2007
Það var allt svo gott í "den"
Nú fer senn að liða að verslunarmannahelginni og á sama tíma fer í hönd 3 motocrossmót sem gildir til Íslandsmeistaratitils. Veðurspáin er síbreytileg og síðasta spá hljómar upp á lítils háttar rigningu, en við látum það ekki á okkur fá. En ástæða þessa skrifa er það að ég sakna svolítið þess fítus að geta séð hvaða aðilar (í hvaða flokk) og hversu margir hafa skráð sig til keppni, svona eins og hægt var í "gamla daga" þegar skráningin fór fram í gegnum motocross.is. Fyrir einhverja hluta sakir virðist þessi fítus ekki vera upp á pallborðinu hjá MSÍ. Oftar, frekar en ekki, virkaði þetta sem hvati fyrir hina sem voru í vafa og ég þekki nokkuð mörg dæmi þess að fólk hefur skráð sig eftir að hafa séð aðra skrá sig. Það var líka alltaf smá spenna að sjá hverjir voru búnir að skrá sig í hvaða flokk, þ.e. hverjir gengu heilir til heilsu og hverjir ekki. Nú finnst mér vera búið taka smá "fútt" úr þessu með að gera þessar upplýsingar ekki aðgengilegar. Þetta er jú einstaklingssport en samt er ákveðin kjarni sem er alltaf tilbúin til að gera eitthvað, ef það sér að einhver annar aðili er tilbúin til þess sama.
Jæja, best að hætta þessu væli en hvet hér með MSÍ til að opna þetta þar sem gegnsæi er bara af hinu góða. En að lokum skora ég á alla að mæta, bæði keppendur og áhorfendur, til Akureyrar og verða vitni af skemmtilegri keppni um helgina. Fyrir þá sem vilja ekki gista, að þá er þetta smábíltúr... Látið mig þekkja það, búin að keyra fram og til baka innan sama sólarhingsins oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar