Brugðið sér út fyrir bæjarmörkin

Ekki er öll vitleysan eins, en við hjónin ákváðum að bruna norður í morgunsárið þennan laugardag.  Ekki vegna þess að við ætluðum að eyða helgina á Akureyri.  Nei, alls ekki.  Við ætluðum eingöngu að hjóla í nokkra tíma og brenna svo aftur í bæinn, sem við og gerðum.  Nú er maður að skrifa um þessa ferð þegar klukkan er að nálgast fjögur aðfaranótt sunnudags.  Með í för, fyrir utan hefðbundna fjölskyldumeðlimi, voru Ingibjörg og Guðfinna. 

Three amigos mjög svo hressarVið lögðum í hann upp úr 10 um morguninn þar sem eitt og annað hafði láðst að ganga frá vegna tímaleysis deginum áður.  Engar óvæntar uppákomur á leiðinni norður og vorum við komin á staðinn um kl.15:20.  Þennan morgun hafði verið námskeið hjá Herr Valda Pastrana og voru nokkrir nemendur hans í óða önn að grjóthreinsa brautina eftir afrek dagsins.  Brautin er flott og alltaf gaman að keyra hana.  Það er alla vega alveg þess virði að okkar mati að brenna norður og til baka innan sama sólarhringsins, þó ekki sé nema til að hjóla í nokkra tíma.  Aldrei þessu vant fékk ég að hjóla líka með stelpunum og finnst mér þessi braut í geðveikari kantinum.  Óliver finnst alltaf gaman fyrir norðan, fyrir utan að hann stóð ítrekað á öndinni vegna astmakast sem hann fékk og naut sín því ekki sem skyldi. 

Eftir erilsaman dag í brautinni, var öllu pakkað saman og við brunuðum á veitingastað þar sem hægt var að kýla út vömbina.  Eitthvað voru þarfir manna misjafnar, en við hjónin ásamt Óliver enduðum á Nings en Margrét og þær á Subway.  Við náðum ekki að leggja af af stað í bæinn fyrr en upp úr 10 og vorum við að renna inn í Mosfellsbær um kl. 01:40 og var þá alla liðið rotað af þreytu fyrir utan gamla fólkið sem náði að halda sér vakandi á þrjóskunni.  Er við loksins náðum að renna í hlað að þá uppgötvaði maður hversu þreyttur maður var orðin, en þetta var samt ógeðslega gaman.  Við alla vega förum í rúmið mjög sátt við skemmtilegan dag. 

Ég mun byrja að henda inn myndum seint á sunnudagskvöldið og verður hægt að fara beint inn á þær á þessari slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Akureyri28juli/.  Að lokum vill ég þó benda öllum hugsanlegum þátttakendum í keppninni á Akureyri að skrá sig nú í tíma og fyrir hina að mæta norður til að horfa á eina af skemmtilegustu keppni ársins í motorcrossi þetta árið.  En brautin er mjög áhorfendavæn.  Sjáumst hress á Akureyri um verslunarmannahelgina... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband