Farvel, Dean...

Jæja, þá er Dean búin yfirgefa skuðið og kunnum við honum bestu þakkir fyrir samveruna sem við áttum saman þá daga sem hann eyddi með okkur.  En við náðum ágætis sambandi við hann og stefnum á heimsókn til hans einhvern tímann.  Hann bað okkur að skila kveðju til allra sem hann hafði hitt og óskaði öllum hins besta.

Örn í stuði ásamt DeanSíðasta kvöldið eyddum við með honum í Sólbrekku þar sem Björk og Óliver fóru að hjóla eftir að hjólinu voru búin að fá smá yfirhalningu hjá honum Jóni.  En á staðnum voru fyrir t.d. Karen og Bryndís sem voru að hjóla saman ásamt hluti af hópnum sem Dean hafði verið að kenna og nýi þjálfarinn Dennis.  Brautin var ekkert merkileg, fyrir utan að legu hennar, en hún þarfnast orðið töluvert viðhalds.  Er synd hvað erfiðlega gengur að halda henni við þar sem þetta er ein af betri brautum landsins.  Loksins hafði VÍR náð í jarðýtu til verksins og var brautin lokuð eftir þetta kvöld í óákveðin tíma.  En mjög svo erfiðlega hefur gengið að fá einhvern á jarðýtu til verksins þar sem  allir eru að drukkna í vinnu. 

Hvað sem því líður að þá skemmti Björk sér vel og Óliver var líka nokkuð sáttur.  Ég tók nokkrar myndir frá þessu kvöldi og má finna þær á eftirfarandi slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Solbrekka24juli/   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband