Gaman á Króknum

Laugardagurinn fór óvænt í að Björk ákvað að taka þátt í bikarkeppninni á Sauðárkróki eftir hvatningar símtal frá Helgu sem ætlaði sér svo sannarlega að keppa.  Þannig að það þýddi annað en að fara að pakka niður seint á föstudagskvöldið og athuga hvort að frúin gæti tekið þátt, þar sem hún hafði ekki skráð.  Enda stóð þátttaka ekki til.  Síðan var lagt snemma í hann á laugardagsmorgun norður á Krókinn, ég, Björk og Dean Olsen sem kom með okkur.  Við vorum komin norður upp úr 12 og þá var farið beint í að innbyrða einhverja næringu sem var þó ekki nema í pylsuformi í þetta skipti.

Vinkonurnar samanVeðrið var með ágætasta móti fyrir norðan og þeir þátttakendur sem við hittum voru allir í góðu skapi.  Enda var það eiginlega merki keppninnar, þ.e. góða skapið.  Greinilegt á öllu að fólk var þarna komið til að hafa gaman af því.  Við uppgötvuðum við komuna að það var eitt og annað sem við höfðum gleymt, en við lifðum það af.  Aðal málið var að mæta og brosa í gegnum þetta allt saman.  Brautin leit vel út í fyrstu, en í ljós kom að hún hafði verið nokkuð vel þjöppuð og stórir steinar komu fljótlega í ljós eftir nokkrar umferðir í brautinni.  Mörgum fannst hún nokkuð laus í sér og áttu nokkrir í smá erfiðleikum með að "fóta sig" í brautinni.  En eitt voru allir sammála um, og það var að hún væri skemmtileg.

Einar #4 hafði sigur af í MX1 og er ljóst að Einar ætlar að taka árið 2007 með trompi.  Gylfi náði loksins að klára heilt mót án þess að fara úr axlalið, en hann var að keppa á 250cc hjóli og naut sín vel sem sýndi sig í því að hann sigraði í MX2.  Kristófer Finnsson sigraði í MX unglinga, en sá sem mér fannst einna skemmtilegast að horfa á var Hafþór Grant #430.  En hann er nýkomin af 85cc hjóli yfir á 250cc og svínvirkaði "Súkkann" hjá honum.  Eyþór sýndi yfirburða akstur í 85cc drengja og sigraði.  Í kvennaflokki sigraði Signý eftir geysilega skemmtilega barráttu við Bryndísi.  Hvað Brjáluðu Bínu varðar að þá var þetta ekki hennar dagur og fann hún sig aldrei í keppninni.  Var hún ekki alveg sátt við sig í lok dags.  Helga vinkona okkur stútaði kúplingunni eftir fyrsta moto og var úr leik af þeim sökum.

Ég er byrjaður að henda inn myndum frá keppninni, en þetta tekur smá tíma.  mbl.is mætti nú aðeins gera þetta notendavænni og gefa manni tækifæri á að henda inn heilli möppu, en ekki einskorða þetta við mesta lagi 10 myndir í einu.  Vegna þessa tekur þetta tímana tvo.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband