Mánudagur, 16. júlí 2007
Loksins komin aftur á skuðið til að hjóla
Já, það var létt yfir mér þennan sunnudagsmorgun þar sem ég var að komast eftir rúmlega vikutíma á hjólið. Stefnan hafði verið tekin á Landeyjar, þar sem við ætluðum að heilsa upp á Örn, bróðir Bjarkar, og fjölskyldu. Með í för voru Dean Olsen, sonur og eiginkona sem var nýkomin til landsins. Veðrið gat ekki verið betra. Það átti að prófa braut sem þarna á staðnum ásamt því að skjótast niður í fjörur til að hjóla á sandtoppunum sem myndast með hjálp sjávar.
Brautin koma á óvart og greinilegt að sú vinna sem Hjálmar, eigandi, hafði sett í brautina hafði skilað sér. Er þetta enn eitt dæmið þar sem berlega kemur í ljós að mikill áhugi getur verið vísir að skemmtilegum hlutum. Síðan var haldið niður í fjöru og voru sandtoppar nánast eins langt og augað eygði. Var þetta hin mesta skemmtun, fyrir utan að hjólið hennar Bjarkar bilaði eina ferðina enn. En hjólið hennar er nýkomið úr viðgerð þar sem stimpilstöngin brotnaði þar sem einhver lega gaf sig. Sama virðist vera upp á teningnum núna. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort að "Brjálaða Bína" hafi verið glöð með þetta... Sem betur fer náðum við að koma hjólinu upp á bíl þar sem dágóður spotti var að bústaðnum og kunnum við Sævari þakkir fyrir að gefa sér tíma til að ná í hjólið. En hann var á heimleið þegar atvikið kom upp.
Hvað sem því líður að þá var þetta skemmtilegur dagur og Óliver fílaði sig alveg í ræmur. Dean og fjölskylda naut lífsins í sveitinni og þóttu mikið um, þar sem þau eru frá Montana og ekki mikill sjór þar. Fyrir þá sem voru með okkur þennan dag, takk fyrir okkur og sjáumst hress síðar.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Rétt mátulega djúpur
- Kastaði frá sér mittistösku og flúði lögreglu
- Aðstoðuðu fólk sem festist í lyftu
- Lítilsháttar él en yfirleitt léttskýjað vestan til
- Ökumaður á barnsaldri reyndi að stinga af lögreglu
- Eðlilegt að fólk verði óánægt eftir uppsögn
- Innhverf manneskja sem elskar fólk
- Potturinn þrefaldur næst
Erlent
- Ásakanir um árásir ganga á víxl í vopnahléi
- Tveir skotnir til bana í Þýskalandi
- 19 árásir Rússa fyrstu sex tíma vopnahlés
- Árásir Rússa halda áfram þrátt fyrir vopnahlé
- Fimm drukknað í öldugangi í Ástralíu
- Rússneskir borgarar efast um gagnsemi vopnahlésins
- Skortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðsins
- Úkraínskir hermenn hafa enga trú á vopnahléinu