Loksins komin aftur á skuðið til að hjóla

Já, það var létt yfir mér þennan sunnudagsmorgun þar sem ég var að komast eftir rúmlega vikutíma á hjólið.  Stefnan hafði verið tekin á Landeyjar, þar sem við ætluðum að heilsa upp á Örn, bróðir Bjarkar, og fjölskyldu.  Með í för voru Dean Olsen, sonur og eiginkona sem var nýkomin til landsins.  Veðrið gat ekki verið betra.  Það átti að prófa braut sem þarna á staðnum ásamt því að skjótast niður í fjörur til að hjóla á sandtoppunum sem myndast með hjálp sjávar. 

Brautin koma á óvart og greinilegt að sú vinna sem Hjálmar, eigandi, hafði sett í brautina hafði skilað sér.  Er þetta enn eitt dæmið þar sem berlega kemur í ljós að mikill áhugi getur verið vísir að skemmtilegum hlutum.  Síðan var haldið niður í fjöru og voru sandtoppar nánast eins langt og augað eygði.  Var þetta hin mesta skemmtun, fyrir utan að hjólið hennar Bjarkar bilaði eina ferðina enn.  En hjólið hennar er nýkomið úr viðgerð þar sem stimpilstöngin brotnaði þar sem einhver lega gaf sig.  Sama virðist vera upp á teningnum núna.  Þið getið rétt ímyndað ykkur hvort að "Brjálaða Bína" hafi verið glöð með þetta...  Sem betur fer náðum við að koma hjólinu upp á bíl þar sem dágóður spotti var að bústaðnum og kunnum við Sævari þakkir fyrir að gefa sér tíma til að ná í hjólið.  En hann var á heimleið þegar atvikið kom upp.

Óliver í fíling á ermalausum bolHvað sem því líður að þá var þetta skemmtilegur dagur og Óliver fílaði sig alveg í ræmur.  Dean og fjölskylda naut lífsins í sveitinni og þóttu mikið um, þar sem þau eru frá Montana og ekki mikill sjór þar.  Fyrir þá sem voru með okkur þennan dag, takk fyrir okkur og sjáumst hress síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband