Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Skreppitúr til Akureyrar
Við fjölskyldan tókum þá skyndiákvörðun að brenna norður seint um mánudagskvöldið, til að keyra í brautinni á Akureyri. Þetta var einn af þessu frægu skyndihugdettum sem við eigum til að fá og framkvæmum bara sisvona. Við vorum komin norður um þrjúleytið um nóttina og dröttuðumst inn á herbergi á Hótel KEA. Liðið var svo ræst um hálftíu, til að ná sér í morgunmat á hótelinu áður en haldið skyldi í braut. En fyrst urðum við að sjálfsögðu að koma við hjá henni Helgu og skoða nýja vinnustaðinn hennar, fjárfestingarbankann Saga bank. Var skemmtilegt að sjá hvað búið var að gera við gamla barnaskólann en samt haldið stíft í upprunann.
Brautin á Akureyri var illa farin og mjög grýtt. Við létum það ekki á okkur fá og sóttum hrífur og skóflur og tókum til við að hreinsa stærstu grjótin. Það tók okkur tæpa þrjá klukkutíma. Eftir það var brautin þolanleg fyrir utan hvað hún var þurr blessunin, sem þýddi að það var geysilega mikið ryk á svæðinu eftir hvern ökumann sem keyrði um. Þrátt fyrir þessa annmarka að þá finnst mér þessi braut mjög skemmtileg og er alveg þess virði að brenna norður til að fá tilbreytingu frá brautunum á suðvesturhorninu. Púkabrautin er líka spennandi kostur fyrir yngri iðkendur og virðist henni vera haldið vel við. Alla vega voru þeir að vökva hana þegar við komum og var því í fyrirtaks ástandi.
Við dóluðum þarna fram eftir degi og Margrét vildi endilega taka þátt í kvennaæfingu hjá KKA seinna um kvöldið, sem hún gerði. Óliver tók þátt í púkaæfingu með púkunum á Akureyri. Helga kom og lét ljós sitt skína á "gamla" hjólinu, en var að vonast til að koma á nýju Hondunni 150cc 4T. En eitthvað hefur gengið erfiðlega að koma því til landsins. Við lögðum af stað frá Akureyri upp úr 10 um kvöldið og vorum orðin ansi framlág þegar við skriðum heima að verða þrjú um nóttina. Þrátt fyrir það að þá vorum við mjög sátt við ferðina og skemmtum okkur vel. Hlakka til að koma norður um verslunarmannahelgina vegna 3 umferðar Íslandsmótsins sem verður þar.
Eitt mega þeir norðanmenn eiga, að þeir eru að veita yngstu iðkendunum gífurlega athygli. Við urðum vitni af æfingu hjá þeim og þar var varla þverfótað fyrir foreldrum og þar fyrir utan að þá voru einstaklingar að stýra hvernig púkarnir keyrðu inn í brautina og að sjálfsögðu með tilheyrandi tilsögn um það hvernig best væri að keyra brautina. Þarna sýndu þeir strax púkunum að fara þarf eftir reglum og stýringum í braut ásamt því að fá góða tilsögn sem er gulls ígildi. Var virkilega gaman að sjá þetta og ekki verra að sonur okkur var meira en velkominn í þennan hóp. Þannig að ég segi bara að lokum, takk fyrir okkur og sjáumst von bráðar...
Við tókum einhverjar myndir frá þessari ferð og byrja ég að henda þeim inn á morgun.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar