Sunnudagur, 1. júlí 2007
2 umferð í motocrossi í Ólafsvík
Þá er afstaðið 2 umferð til Íslandsmeistara sem fór fram í Ólafsvík og er óhætt að segja að þetta hafi verið mjög skemmtilegt mót. Ég veit ekki hvað sumir röfla yfir þessari braut en mér persónulega, ásamt konu og dóttir, finnst þessi braut með þeim skemmtilegri. Í raun finnst mér engin braut leiðinleg, þær eru allar misjafnar eins og við mennirnir eru margir og verður að taka þeim sem slíkum. En keppnin var skemmtileg í alla staði og spennandi og eiga aðstandendur keppninnar þakkir fyrir gott mót. Sérstaklega var það áhugvart að sjá að þeir létu laga ákveðna kafla brautarinnar á milli moto-a þar sem hún þótti ógna öryggi keppenda. Er það frábært framtak og mættu fleiri taka það til sín sem halda svona mót.
Mæðgunum gekk svona allt í lagi. Björk (Brjálaða Bína) var mjög sátt við sinn dag þrátt fyrir að ræsingarteygjan hafði flækst í framdekkinu hjá henni í fyrsta moto-inu sem gerðu það að verkum að hún var stopp í einn og hálfan hring á meðan verið var að skera úr teygjuna svo hún gæti haldið áfram og stukku þar tveir vaskir menn sem fyrir lukku voru með vasahníf í vasanum. Var þar fremstur í flokki Fíi og einn annars sem ég kann ekki deili á og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Björk endaði eftir daginn í 10 sæti í það heila þrátt fyrir þetta atvik og verður það að teljast gott. Margréti gekk ekki eins vel og síðast og endaði í 6 sæti í 85cc riðli. En hún varð fyrir því óhappi að lenda í slæmu "crash-i" ásamt Berglindi í Hondaliðinu og festist hún undir tveimur hjólum. Annar fóturinn á henni er allur stokkbólginn og hnéð nánast tvöfalt. Þrátt fyrir þetta atvik hélt hún áfram og kláraði seinna moto-ið með glans.
Karen #132 sigraði Opna kvennaflokkinn og Bryndís #780 85cc kvenna. Það er virkilega gaman að fylgjast með þessum tveimur þar sem um mjög hraða og góða ökumenn er að ræða. Í 85cc drengja var Eyþór #899 í algjörum sérflokki og sýnir þessi ungi ökumaður mikið öryggi og flottan akstur. Ég sé hreinlega engan sem virkilega getur ógnað honum í sumar að óbreyttu. En eftir þau mót sem ég hef séð í sumar er ljóst að 150cc 4T hjólið frá Honda er að sýna fádæma yfirburði í þessum flokki og eiga 85cc 2T keppendur nánast enga möguleika í þetta nýja hjól. Skiptir þá engu máli um hvaða tegund er að ræða. Ásgeir #277 átti mjög góðan dag og loksins small allt saman hjá honum. Sýndi hann geysilega flottan akstur og var yfirburðamaður í sínum flokki í þessari keppni. Þarna er á ferðinni geysilega sterkur ökumaður sem hefur fengið viðurnefnið hjá mér "Kubburinn" þar sem þetta er samanrekinn skratti... Í MX1 sigraði Einar #4. Einar er virkilega seigur og hefur í raun komið mér svolítið á óvart hvað hann er að stríða sér yngri strákum í þessu sporti. En Einar hefur virkilega sýnt og sannað að lengi lifir í gömlum glæðum.
Eins og sagði í upphafi að þá var þetta mjög skemmtileg keppni og var fjölskyldan mjög sátt við daginn þrátt fyrir óhapp Margrét. Við viljum óska öllum þeim sem náðu á verðlaunapall til hamingju með árangurinn. Ég tók eitthvað vel á annað þúsund myndir og munu þær sökum plássleysis ekki lenda allar á þessari síðu. Ég mun byrja að seta inn myndir í lok dags en sökum fjöldans að þá getur þetta tekið töluverðan tíma. Vonast ég til að þetta verði vel á annað hundruð myndir þegar upp er staðið sem fara á þennan vef. Bein slóð á þetta albúm er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Olafsvik30juni2007/
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar