Þorlákshöfn

Við brugðum okkur í Þorlákshöfn í dag, þ.e. mæðgurnar tóku þátt í æfingu.  Gekk þetta bara ágætlega fyrir utan að hjólið hennar Bjarkar er bilað en Tedda var svo vænn að lána henni sitt hjól og fór á mitt hjól í staðin.  Það er svolítill munur á 125cc 2T Vs. 250cc 4T í sandi og var hún orðin ansi þreytt blessunin að æfingu lokinni.  Kann ég henni bestu þakkir fyrir.

Brautin er orðin ansi illa farin og ljóst er að erfiðlega gengur að halda henni við þessa dagana.  Standa heilu klettarnir upp úr henni á köflum og er hún að margra mati hreinlega hættuleg.  Þetta vandamál leynist víðar, en Sólbrekka er einn af þeim brautum sem illa hefur gengið að viðhalda í sumar og á hún við samskonar vandamál að stríða.  Þ.e. að berir klettar standa orðið upp úr brautunum sem hreinlega er ekkert grín ef einhver verður fyrir því óhappi að detta á þá á fleygiferð.  Og ótrúlegt en satt að þá eru brautirnar hér á suðvesturhorninu farnar að líða fyrir þurrkinn sem verið hefur síðustu daga og er rykið mjög mikið.

IMG_0048aHvað sem því liður að þá var þetta hin ágætasti dagur.  Æfingarnar gengu vel og voru allir sáttir í lok dags, nema kannski ég þar sem eina ferðina enn er ég eingöngu áhorfandi...Smile  Á heimleiðinni var komið við hjá tengdó sem er á leiðinni út og systir frúarinnar, sem gerðu það að verkum að ég náði ekki að skrá mæðgurnar inn á tíma fyrir hækkun skráningargjalds.  Bagalegt það!  En þar sem hjólið hennar Bjarkar var bilað og óvíst þar til seinnipartinn í dag hvort það næðist að laga það fyrir helgi að þá hafði ég beðið með skráninguna.  You win some, and you lose some... 

Tók nokkrar flottar myndir af þeim sem voru í brautinni á þessum tíma og byrja ég að drita þeim inn á netið á morgun.  Hér er bein slóð á myndirnar: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/THorlakshofn_juni/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband