Frábær mæting í púkahitting á Álfsnesi

Það var vægast sagt frábær mæting í dag á Álfsnesi þegar að yngstu iðkendur sportinsins mættust til að sýna sig og sjá aðra.  Ekki er ég með alveg á hreinu hvað margir skráðu sig og síðan mættu, en gæti í fljótu bragði skotið á um það bil 50 púkastráka og stelpur.  Mikil eftirvænting var í hópnum þegar öllum þessum krökkum var safnað saman á einn stað og áttu sumir mjög erfitt með að bíða þegar yngstu aldurshópurinn fékk að fara í brautina.    Hjóluðu þau öll með glæsibrag og ljóst er að ef heldur áfram sem horfir á þá er framtíðin björt í þessu sporti hér á landi.  65cc hjólin og lengra komnir hjóluðu svo á eftir þeim yngstu og sýndu svo sannarlega frábæra takta.  Greinilegt að við, eldra fólkið, þurfum að halda okkur öllum við til að halda eitthvað í þessa skemmtilegu ökumenn.  Púkahittingur

Þegar allir voru búnir að fá útrás í braut, var hóað saman í grillveislu og verðlaunaafhendingu.  Gunni stóð sig eins og hetja á grillinu, en Björk og fleiri höfðu náð að safna saman ýmsu og þar á meðal til að bíta og brenna sem gerðu daginn mun skemmtilegri.  Myndaðist mjög skemmtileg stemming á meðan verðlaunaafhending fór fram og ljóst er að bæði foreldrar og þessu unga fólki þyrstir í að koma saman til að eiga góðan dag. 

Alla vega, að þeim sem stóðu að þessu eiga miklar þakkir fyrir að hafa skapað skemmtilegt kvöld fyrir alla hlutaðeigandi.  Takk!  Ég mun reyna að byrja hlaða upp myndum á morgun, en maður hefur nú bara ekki orðið undan í þessu þar sem það er orðið svo mikið um að vera...Smile   Bein slóð á myndaalbúmið er: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Pukahittingur/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband