Viva Las Vegas

Jæja, þá er maður loksins komin heima eftir ferð til Las Vegas þar sem ég fór á ráðstefnu.  Ekki tóku rólegheitin við eftir heimkomu þar sem restin af fjölskyldunni hafði ráðgert að fara til Ólafsvíkur að prófa brautina fyrir lokun og var haldið af stað aðeins 2 tímum eftir heimkomu mína.  En fyrir þá sem ekki vita, að þá verður næsta motocrossmót til Íslandsmeistara haldið þar næst komandi laugardag.  Þannig að eitt ferðalagið tók við af öðru.  Veðrið lofaði góðu, en það var svona klassískt gluggaveður.  Sól en ekki heitt nema í skjóli fyrir vindnæðingi.  Annað var nú upp á teningnum á milli Ólafsvíkur og Rifs.  En þar var nánast blankalogn og brakandi blíða.  Dagurinn lofaði góðu.

Ræsing æfðEr við komum voru nokkrir fyrir á svæðinu og höfðu greinilega verið að taka hressilega á því.  Allir voru ansi spenntir þar sem engin okkar hafði nokkurn tímann keyrt þessa braut.  Ég, persónulega, hef oft verið betur upplagður enda komin með hálfgerða slagsíðu eftir hitt ferðalagið.  Brautin, var að mér fannst, mjög skemmtileg og er virkilega gaman að hjóla í henni.  Aðrir fjölskyldumeðlimir voru á sama máli, nema sá minnsti þar sem það vantaði alveg púkabraut á svæðið.  En vonandi verður unninn bragabót á því á næstunni.  Björk og Heiða fíluðu sig í ræmur.  Margrét þurfti að fara í vinnu og gat því miður ekki notið alls dagsins með okkur. 

Þegar upp var staðið að þá var þetta hin allra skemmtilegasti dagur þrátt fyrir fyrrgreinda ferðaþreytu.  Við vorum ekki komin heim fyrr en upp úr níuleytið og þá tóku við hefðbundin þrif.  Ég ætla nú að reyna að henda einhverjum myndum inn á bloggið á morgun frá þessari ferð en brautinni hefur verið lokað fram að keppni.  Hvet ég alla sem hafa áhuga að mæta og annað hvort taka þátt, eða horfa á spennandi keppni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband