Þriðjudagur, 12. júní 2007
Bolalda Vs. Álfsnes
Það var mikil tilhlökkun hjá fjölskyldunni þar sem okkur hafði borist til eyrna að Bolalda hafði verið opnuð í gær eftir gagngert viðhald. Allur á einu máli um það að fara upp eftir og prófa brautina. Fréttum af því að brautin hefði verið geðveik í gær. En þvílík vonbrigði þegar upp eftir var komið. Það var greinilegt á öllu að ásókn manna í hana í gærkvöldi hefði gert það að verkum að hún var orðin ansi illa farin á köflum og bar hún orðið gælunafnið með rentu, þ.e. "Grjótalda". Enda er mér sagt að hátt í 70-80 manns hafi verið á svæðinu í gær og er það gífurlegt álag. Þannig að við sáum okkur sæng útbreidda og pökkuðum saman og fórum á Álfsnesið. Sem betur fer er vinnukvöld annað kvöld upp í Bolöldu og greinilegt að ekki veitir af eftir hamaganginn síðustu daga.
Álfsnesið var með ágætasta móti og var ég að keyra þessa braut í fyrsta sinn. Að vísu voru nokkrir stórir steinar sem voru hér og þar í brautina, en eru alls staðar einhverjir steinar? Skvísurnar voru hæst ánægðar, en fannst hún samt skemmtilegri á laugardaginn í sjálfri keppninni. Eini gallinn við Álfsnesið er að þar koma mjög fáir með púkana sína, þannig að Óliver er að fá mjög lítin félagsskap á Álfsnessvæðinu þegar hann er að keyra. Þetta er að mörgu leyti mjög skrítið þar sem moldarbrautin fyrir 85cc og þaðan af minni er með ágætasta móti og spurning hvort að nýliðar í greininni geri sér grein fyrir aðstöðunni sem er á svæðinu. Að vísu er 85cc brautin í Bolöldu meira spennandi að mati Ólivers, en tilbreytingin er ágæt það skortir bara félagsskapinn.
Þannig að eftir daginn í dag, að þá hafði Álfsnes vinninginn. Vonandi koma sem flestir á morgun og taka til hendinni upp í Bolöldu. Þessi vinna er á hendi allt of fárra og fleiri hendur koma meiru í verk. Sjáumst í Bolöldu á morgun, en Álfsnes rokkar...
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Blackbox Pizzeria lokað
- Fréttaskýring: Kanada verði land tækifæranna
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma