Álfsnes, Álfsnes, Álfsnes.... Bara gaman

Það rættist heldur betur úr þessari keppni og deginum sem slíkum, en samtals voru rúmlega 130 keppendur skráðir til leiks og þar af 25 kvenkyns sem sýnir geysilegan vöxt hjá þeim flokki einum og sér.  Hafa orðið gífurlegar framfarir hjá kvenökumönnunum sem sýnir sig að þegar 2 af 85cc stelpunum ákváðu að taka þátt með 85cc drengjum að þá lentu þær báðar í topp 10.  Yfir 50 keppendur voru skráðir til leiks í MX flokkunum og 34 keppendur voru skráðir í 125cc sem var eiginlega einn skemmtilegasti flokkurinn að horfa á.  Er ekki dómbær á 85cc drengja þar sem ég var alltaf að þrífa og undirbúa hjólin á hjá skvísunum þegar þeirra moto fóru fram og því miður piltar, að þá á ég af þeim sökum nánast engar myndir af ykkur í þetta skiptið.  En þar voru 22 keppendur skráðir og Eyþór sýndi það að sigur hans á Akureyri var ekki tilviljun, heldur sökum þess að hann er einn allra hraðasti ökumaður landsins í þessum flokki.

Í kvennaflokki bar það einna hæst að Karen hafði það loksins af að sigra Álfsnes keppnina, en þetta var eina keppnin sem hún hafði ekki ennþá náð að sigra í sínum flokki.  Margrét gekk vel og lenti í 3 sæti í heildina í 85cc kvenna, en er í 2 sæti ef tekin er keppnin til Íslandsmeistaratitils þar sem breski kvenökumaðurinn Stacey telur ekki með.  En Stacey sigraði 85cc kvenna.  Björk gekk þokkalega, var að keyra ágætlega en lenti svo í einhverjum smá ævintýrum sem drógu hana niður.  En hún lifði keppnina og var ekki síðust.  Tedda var kosin sunddrottning mánaðarins og mun myndir af henni í nýju bikinnilínunni frá O'Neal birtast á dagatölum landsmanna næstu vikurnar...Grin   En hún átti atriði dagsins þegar hún drekkti hjólinu og nánast sér í einum drullupollinum á svæðinu.  Öllu máli skiptir að hún kom hlæjandi út úr þessu og án skaða.

Anítu hefur verið tíðrætt um Björk, þ.e. að hún æði fyrir allt og alla og þá sérstaklega í startinu.  Eitthvað fór fyrir brjóstið á henni æfingar sem þær voru saman í á Selfossi síðasta þriðjudag í tómum leðjuslag þar sem eitt skiptið skrikaði afturendi Bjarkar með þeim afleiðingum að framdekk Signýjar lenti á afturdekki Bjarkar og við það datt hún.  Ég vill benda þessari ungu konu á að svona er þetta í þessari íþrótt og mín reynsla er sú að sá sem er á undan á línuna, en ekki öfugt.  Það þýðir að sá sem er fyrir aftan á að passa sig og á auðveldara með það.  En til gamans má geta að ég á myndasyrpu þar sem Aníta gerir það nákvæmlega sama í seinna motoinu sem hún ásakaði Björk fyrir sem gerir það að verkum að Hekla þarf að forðast árekstur við Anítu og keyrir því á Margréti sem var heppinn að ná að standa.  En þessi árekstur  Heklu við Margréti gerði það að verkum að Margrét kom illa út úr síðasta starti og þurfti að færa sig sem nemur 3 keppendum í línu með við staðsetningu í rásspóli.  Ég ætla ekkert að tíunda það hér, en segi bara svona er þetta í þessum keppnum og þeir sem geta ekki lifað með því eiga að hætta í þessari íþrótt...   

Jæja, nóg komið um þessa vitleysu.  Ég mun byrja að setja inn myndir á netið á eftir en samtals voru þetta hátt í 600 myndir sem ég tók.  Bein slóð á netalbúmið er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Alfsnes/.  Að lokum vill ég og mín fjölskylda þakka fyrir góðan dag og þá sérstaklega vill ég þakka Kristínu og Erni fyrir ótakmarkaðan aðgang að vatni o.fl...Smile  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband