Fimmtudagur, 7. júní 2007
Keppnin á Álfsnesi um helgina
Þá er komið að fyrsta mótinu sem gildir til Íslandsmeistartitils í motocrossi og eru 92 keppendur skráðir til leiks þegar þetta er skrifað. Að sjálfsögðu ríkir ákveðin spenna og eftirvænting hjá þeim sem eru í þessu sporti og aðstandendum þeirra. En því miður hefur veðurguðinn eitthvað verið að setja sig upp á móti keppnishaldi á Álfsnesi síðustu ár og virðist það sama upp á teninginn þetta árið. Að vísu virðast þær lagfæringar sem farið var í til að drena brautina betur hafa skilað árangri og þeir sem voru að vinna í brautinni í gær sögðu að hann væri í ágætis ástandi, yfirborðsbleyta en þurr undir. Vonandi verður ekki mikið meira úrhelli þannig að hægt verði að halda þetta með sómasamlegum hætti. En sumir þrífast að vísu á þessu drullumalli, þ.e. þeim mun meiri drulla, því skemmtilegra að þeirra mati.
Það sem hefur komið mér á óvart er að ég bjóst við meiri þátttöku heldur núverandi skráning gefur til kynna. Miðað við þann gífurlega uppgang sem er í sportinu og þann fjölda liða sem mynduð hafa verið fyrir tímabilið að þá hefði maður mátt ætla að rúmlega 120-130 keppendur myndi öllu jafna vera skráðir til keppni. Eitthvað er um afföll vegna meiðsla og sakna ég þar strax hluta af Team Nitro Kawasaki liðsins. En mér finnst líka vanta einstaklinga sem ég taldi að gengu heilir til skógar og gætu tekið þátt. Annars hef ég ekkert með að rífa mig yfir hverjir taka þátt og hverjir ekki þar sem ég er ekki keppa í greininni. En samt, ég hefði viljað sjá fleiri. Kannski hefur sú veðurspá sem er fyrirliggjandi svo neikvæð áhrif að menn ætli að sitja hjá. Ég tel að í ljósi þess hversu hörð samkeppnin er orðin að allt óþarfa brotthvarf gerðu endanlega úr sögunni möguleika viðkomandi á þeim árangri sem hann/hún vonast eftir. Þannig að fyrir þá sem eiga eftir að skrá sig og eru eitthvað að víla fyrir sér spánna, að þá hvet ég þá til að taka endilega þátt í þessari keppni. Veðurspá er nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna, SPÁ. Enda veðurfræðingar eina af fáum stéttum landsins sem heldur starfinu án tillit til þess hvort þeir hafa rétt fyrir sér eða ekki...
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar