MSÍ búið að samþykkja skiptingu í kvennaflokki og 150cc 4T sé löglegt í 85cc flokki

Ég var leiðréttur í dag þar sem MSÍ er búið að samþykkja að kvennaflokki sé skipt eftir aldri og stærð.  Skv. reglugerð um keppni í motocrossi, liður 2.2.6. að þá skal kvennaflokki skipt upp í tvo flokka eftir aldrei og vélarstærð.  85cc kvennaflokkur og Opin kvennaflokkur, verðlauna skal fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum.  Þessir flokkar verða keyrðir saman og þar verður keppt í tveimur riðlum, sem keppt verður í til Íslandsmeistara.  Í 85cc kvennaflokki verður miðað við hjól sem eru 85cc tvígengis og 150cc fjórgengis og keppendur mega ekki vera eldri en á 15 ári.  Í opnum kvennaflokki er aldurstakmark ekki yngri en 14 ára og opin hjólastærð.

Það er ánægjulegt að vita til þess að búið sé að klára þetta mál og maður hefði átt að fara hægar í sakirnar að æsa sig upp úr skóm og sokkum eftir bikarkeppnina hjá KKA.  En KKA vísaði sér til afsökunnar í MSÍ, þ.e. að MSÍ væri EKKI búið að samþykkja formlega þessa breytingu.  Þannig að STELPUR!  Nú takið þið á því í sumar...Smile

Einnig er búið að samþykkja að 150cc 4T sé löglegt í 85cc flokki, sjá lið 2.2.5 og 2.2.7 hjá MSÍ um keppnisreglur í motocrossi.  Nánar er hægt að sjá þetta í viðhenginu. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband