Mánudagur, 4. júní 2007
Bikarmót KKA með viðkomu á Sauðarkróki
Jæja, þá erum við nýskriðin heima eftir skemmtilega ferð til Akureyrar. En við fórum til að taka þátt í bikarmótinu sem haldið var þar ásamt fleirum úr Team Nitro Kawasaki. Veðrið var ágætt en það var þungbúið og bjóst maður við að það myndi byrja að rigna hvað úr hverju, en hann hékk þurr allan tímann. Brautin leit ágætlega út hjá þeim norðanmönnum eftir töluverðar breytingar, en hún var ennþá nokkuð grýtt. Hlutur sem lagast vonandi fyrir Íslandsmeistaramótið 4 ágúst. Það var þó til fyrirmyndar hjá þeim norðanmönnum að þeir bleyttu brautina vegna ryks og mættu fleiri taka sér það til fyrirmyndar.
Keppnin gekk ágætlega þrátt fyrir eitthvað það allra furðulegasta start sem ég hef séð í móti í 85cc drengja og kvennaflokki. Ekkert skilti og rúmlega helmingur af liðinu óviðbúin þegar bandinu var sleppt mjög svo skyndilega. En þar sem um bikarmót var að ræða var startið látið gilda og ökumenn látnir klára motoið. Búið var að laga þetta í næstu ræsingu og gekk þetta þar með snurðulaust fyrir sig það sem eftir var. En engu síður setti blett á annars skemmtilegt mót.
Mæðgunum gekk ágætlega í mótinu en Margrét var í 4 sæti yfir heildina þrátt fyrir að hafa setið eftir í startinu í bæði skiptin. Fyrst vegna umrædds atviks en síðan þar sem seinna startið hennar gekk ekki upp. Björk var í 9 sæti yfir heildina og verður það bara að teljast mjög góður árangur af 40+ konu sem byrjaði að hjóla í janúar. Karen sigraði og Signý fylgdi henni fast á eftir. Eyþór sigraði í 85cc drengja og á eftir honum komu Bjarki og Kjartan.
Annars hefði þeir á Akureyri mátt verðlauna samkvæmt þeirri skiptingu sem MSÍ er búið að samþykkja. Kvennaflokkurinn var jú verðlaunaður sér, en ekki var gerður munur á hvort um 85cc hjól eða 125cc sé að ræða. Bara öllu grautað í eina skál og versgú, eitt stykki verðlaun á þrjár efstu það dugar fínt og haldið svo kjafti. En það var verðlaunað sérstaklega fyrir 85cc drengja þrátt fyrir að þeir skyldu eingöngu vera 7 talsins. Ekki vill ég hér með gera lítið úr drengjunum en margir þeirra eru að keyra hreint út sagt geðveikislega vel. Eyþór, Bjarki, Jón Bjarni, Kjartan og fleiri kandítatar í þeim flokki eru að sýna flottan akstur.
Á sunnudaginn fórum við ásamt Erni bróðir Bjarkar og fjölskyldu á Sauðarkrók til að prófa brautina þar. Brautin var mjög grýtt og leist okkur svona hæfilega á hana. En það þarf mikið að grjóthreinsa og/eða mylja það til að gera hana klára fyrir bikarmót sem á að fara fram í sumar. Lega brautarinnar er ágæt og óska ég þeim á Króknum og nágrenni til hamingju með hana.
Ég mun byrja að henda inn eitthvað af myndum en verður það eingöngu úr 85cc drengja og kvenna þar sem Sveinbjörn vinur minn tók úr MX hópnum. Einnig er það þar sem við erum að vinna að nýrri heimasíðu sem verður auglýst nánar síðar, en sú síða verður eingöngu tileinkuð motocrossi og enduro.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar