Klaustur, Klaustur og aftur Klaustur

Já, það snýst fátt annað um þessa dagana en keppnina á Klaustri.  Gífurleg þátttaka er í ár og er nýtt met slegið hvað það varðar.  En heildarfjöldi keppanda er rúmlega 500 manns og má búast við gífurlegri spennu þegar rúmlega 200 hjólum verða ræst út með tilheyrandi látum.  Alla vega eru allir eins og hálfgerðir geðsjúklingar þessa dagana af stressi um að allt sé nú tilbúið og ýmislegt keypt sem annars hefði verið látið bíða...Smile 

Bíllinn er óðum að taka meiri og meiri breytingum og var sett undir hann dráttarbeisli í gær.  Samt er ýmislegt eftir.  Bíllinn á svo að fara í merkingu í fyrramálið og vonandi verða þeir nú nokkuð snöggir af þessu þar sem við erum háð brottför eftir því hvað þeir taka sér langan tíma til að merkja.  Það er alla vega búið að tengja spennubreyti aftur í, þannig að við munum geta boðið upp á þokkalegasta kaffi.

Annars er það að frétta af heilsufari fjölskyldunnar að það er staðfest að Björk er með "bronkídis", en hún ætlar sér samt að fara austur.  Sprautan í öxl hjá mér hefur ekki alveg gefið sig og eru ennþá töluverðir verkir + skert hreyfigeta.  Ég ætla mér nú samt að reyna að keppa og verður gleypt einhver heljarinnar ósköp af verkjalyfjum áður en lagt verður í sjálfa keppnina.  Krakkarnir eru sprækir að vanda og ekkert amar að þeim.

Að lokum, að þá hlakka ég bara til að sjá sem flesta á Klaustri og megum við öll njóta þess sem svona uppákoma hefur upp á að bjóða.  Góða skemmtun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband