Tæpur fyrir Klaustur

Það er orðið tvísýnt hvort ég geti tekið þátt í sjálfri keppninni á Klaustri næsta laugardag.  Öxlin er langt frá því að vera orðin góð, þrátt fyrir sprautu í hana í gær.  Nú gleypir maður bólgueyðandi eins og um sælgæti sé um að ræða í von um að það hjálpi til.  Einnig er innra lærið vinstra megin illa marið þannig að maður er kannski ekki í kjörformi fyrir þessa keppni.  Ég mun taka endanlega ákvörðun um þátttöku í fyrramálið.  Ef svo fer að ég verð ekki tilbúinn fyrir keppni, að þá verður maður vonandi liðtækur á svæðinu á fjórhjóli. 

Að öðru leyti gengur undirbúningur fyrir keppnina ágætlega og þá sérstaklega skvísurnar.  Björk er að vísu með einhverja skítapest og fær hún úrskurðað úr því í dag hvort hún sé komin með "bronkídis".  þannig að við hjónakornin höfum oft verið í betra ástandi heldur en í dag.  Margrét er bara nokkuð spræk, en er að vinna nokkuð mikið í Snælandvideo á Reykjavíkurvegi.  Við áætlum að fara austur á fimmtudaginn til að klára þann undirbúning sem eftir er fyrir keppnina.

Bíllinn er allur að koma til og verður hann settur í merkingar á morgun.  Það er þó eitt og annað sem á eftir að setja í hann en í grunninn er hann tilbúinn til notkunar í svona svaðilfarir.  Þessi bíll hefur komið mér skemmtilega á óvart og er tær snilld fyrir svona sport. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband