Klausturskeppnin

Jæja, þá er búið að úthluta rásnúmeri og ekki er það nú glæsilegt hjá mér og Sveinbirni félaga mínum.  Við erum með rásnúmer 231 og erum sem sagt lengst í rassgati af öllum þeim keppendum sem við er að eiga.  Spurning um að líma bara hvíta stafinn strax framan á hjólið til þess að komast í gegnum ræsinguna, þar sem við munum ekki til með að sjá mikið í upphafi.  Sjálfsagt markast þessi úthlutun af því að Sveinbjörn skráði okkur inn á allra síðustu metrunum fyrir lokin á skráningu.  Maður verður þá bara að taka þetta á góða skapinu og hugga sig við það að það sé afar ólíklegt að allir keppendur komi til með að taka fram úr manni....Smile  Ekki það að maður gerði ráð fyrir að vera sigurvegari í ár og öll þátttakan snerist um að vera með. 

Annars er maður komin með nettan fiðring og ekki laust við að maður sé pínu kvíðin.  Aldrei tekið þátt í svona samkomu áður og að sögn þeirra sem hafa gert slíkt, að þá er þetta einstök tilfinning og þá sérstaklega ræsinginn.  Nú er bara að vona að helv.... öxlin verði komin í lag fyrir keppnina, en ég er ennþá í töluverðu basli með hana og batinn fullhægur að mínu mati.  Enda kannski ekki sá þolimóðasti í heimi þegar kemur að bið eftir líkamlegum bata.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband