Vorið er komið og grundirnar gróa...

Loksins, loksins!  Álfsnes opnaði í gær með pompi og prakt og á brautarnefnd Álfsnes heiður skilið fyrir að koma henni í gagnið.  Hún hefur aldrei verið opnuð jafn snemma árinu og vonandi kunna hjólamenn að meta það.  Þegar við komum að brautinni, að þá var stappað þarna af fólki og allir að fíla brautina í tætlur.  Þetta var eins og þegar beljunum er sleppt út á vorin, allir á útopnu.  Enda var mikið hlegið í pásum og sögur sagðar af sér og öðrum.

Björk var að keyra þessa braut í fyrsta sinn og á það einnig við Ingibjörg sem kom með okkur.  Þær fíluðu þetta í ræmur.  Margrét byrjaði að keppa þarna í fyrra í algjöru drullumalli, sem var hrein martröð fyrir byrjenda, og er hún óðum að taka brautina í sátt.  Óliver var að keyra moldarbraut í fyrsta sinn á KX65 hjólinu sínu og fannst gaman, en kvartaði að vísu yfir pallaleysi í 85cc brautinni...  Já, þau fá snemma skoðanir á hlutunum þessir grísir.  Spurning hvort að hægt sé að gera hana meira ögrandi og loka betur fyrir þessa beinu kafla sem eru í brautinni, en iðulega endar það þannig að liðið keyrir meira og minna beint í stað þess að æfa beygjurnar sem eru til staðar.  Aron #131 og Örn faðir hans komu á svæðið og átti Aron góðan dag í gær.

Ég tók nokkrar myndir af herlegheitunum og er bein slóð á albúmið: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/OpnunAlfsnes/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband