Bolalda 13 maí

Við skröltum í Bolöldu síðastliðinn sunnudag þar sem maður er ekki í rónni nema að maður sé að hjóla þegar svona viðrar eins og verið hefur síðustu daga.  Við vorum að vísu óvenju seint á ferð miðað við venjulega, eða upp úr hádegi.  Flesta daga erum við komin á svæðið um 10 leytið.  Veðrið var ágætt, ennþá norðanstrengur en ekkert sem við gátum ekki lifað við.  Enn og aftur þakkaði maður fyrir að vera komin á sendibílinn þar sem við gátum klætt okkur inni í stað þess að standa hríðskjálfandi úti.  Lokað var á alla aðstöðu í Bolöldu, þannig að maður var upp á guð og gaddinn.

Óliver fílaði sig í tætlur þennan dag og skemmti sér mjög vel í 85cc brautinni.  Margrét var í enduroferðum með hinum og þessum og fannst gaman.  Björk var að leika sér á stóra pallinum með strákunum.  Ég hafði það af að leika "human canonball" og endaði með góðu crashi með þeim afleiðingum að hægri öxlin er helaum ásamt hægri síðunni.  Einnig eru 2 puttar á hægri hendi eitthvað tregir til ásamt góðu mari á vinstra læri.  Hjálmurinn er ónýtur eftir þetta, þannig að nú þarf maður að fá sér nýjan.  Það er mesta furða hvað maður slapp vel miðað við hvernig þetta leit út á tímabili.

Jæja, þetta fylgir þessu sporti og maður verður bara að sætta sig við það að vera "búðingur"..Tounge  Ég er að setja einhverjar myndir frá þessum degi á netið, en flestar eru þó af "minime" þar sem erfitt var að elta Margréti í sínum ferðum til að taka myndir.  Bein slóð á þessar myndir er: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/Bolalda13mai/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband