Endurokeppni á Hellu 12 maí

Fjölskyldan brá sér heldur betur á skemmtilega keppni á Hellu laugardaginn 12 mai.  En þá fór fram fyrsta endurokeppni sumarsins sem gildir til Íslandsmeistartitils.  Keppendur voru almennt að fíla brautina vel og við sem áhorfendur skemmtum okkur konunglega að hamagangnum.  Það var aðeins eitt sem skyggði á þessa mjög svo stórskemmtilegu keppni, en það var klósetleysi.  En því miður hafði láðst að fá salerni fyrir allan þennann hóp keppenda og áhorfenda þannig að margir lentu í vandræðum á keppnisstað.  Þannig að þeir sem voru komin á sárustu vandræðin urðu bara að láta gossa bakvið næsta hól, hvort sem stórt eða lítið var um að ræða.

Jæja, skítt með það.  Við vorum þarna sérstaklega komin til að fylgjast með Aron og Karen sem kepptu saman í tvímenning og að sjálfsögðu hina sem eru í Team Nitro Kawasaki.  Það er svo sem ekkert leiðinlegt að horfa á þessa toppökumenn í þessa bransa eins og Valda, Kára, Einar o.fl.  En það var mikill hraði á toppökumönnunum.  Mikið mold þyrlaðist upp á keppnisstað og er óhætt að segja það að bíllinn hafi verið orðin ógeðslegur jafnt innan sem og utan.

Ég tók nokkrar myndir af keppninni og setti ég þær í séralbúm sem er að finna á eftirfarandi slóð: http://www.sveppagreifinn.blog.is/album/EndurokeppninnaHellu12mai/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband