Föstudagur, 11. maí 2007
Bolalda 11 maí
Jæja, loksins kom að því að við kæmust að hjóla. En við höfum ekki komist síðan um síðustu helgi og vorum við orðin ansi trekkt á tauginni. Bílinn komin í gagnið í bili, það er að búið er að færa þilið aftur og setja 4 manna bekk en það vantar ennþá eina rúðu til að fullklára græjuna. Það klárast vonandi strax eftir helgi. En þvílíkur munur að fara á honum á svæðið. Maður hreinlega trúir því ekki hvað þetta er mikill lúxus fyrr en maður hefur reynt það.
Það voru frekar fáir á svæðinu og kannski ekki nema von. Flestir að undirbúa sig fyrir Endurokeppnina á Hellu þar sem það virðist vera prýðis þátttaka. En þeir sem voru á svæðinu voru meira og minna að keyra í endurobrautum og taldi ég mest 8 hjól í motocrossbrautinni á sama tíma. Ég, sá gamli, fékk loksins að spretta eitthvað úr spori og mikið ofboðslega var þetta gaman. Hjólið hans Ólivers farið að virka aftur eftir að skítur hafði komist í tankinn og fór alltaf niður í blöndung. Þannig að hann stoppaði ekki fyrr en hann var kallaður inn. "Brjálaða Bína" tók á því eins og við var búist og fannst bara gaman.
Mér finnst þær breytingar sem gerðar hafa verið á Bolöldu til batnaðar og brautin er orðin skemmtilegri. Sjálfsagt verður aldrei hægt að gera alla ánægða hvað brautina varðar, en VÍK má þó eiga að þeir eru þó að reyna að betrumbæta hana. Stóri langi pallurinn sem verið er að byggja upp og er um það bil 30 metra langur lofar mjög góðu. Það komu þarna ofurhugar og negldu á pallinn og stukku þvílíkt. Þessu ungu menn hétu Bjöggi og Vignir (að mig minnir). Ég tók nokkrar myndir af herlegheitunum og er ég að setja þær inn á netið núna. Bein slóð á þetta albúm er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Bolalda11mai/
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar