Helgin 4-6 maí

Undirbúningur að Klausturkeppninni stendur sem hæst þessa dagana og fórum við feðgarnir, ásamt Kela, Árna, Ella, Guðbergi og Birgi, austur á laugardaginn til að laga stikur ásamt lagningu hjáleiða o.fl.  Ég var að koma og skoða aðstæður í fyrsta sinn og verð að segja að þessi braut er mjög skemmtileg.  Við hjóluðum einn heilan hring til að skoða hana og Óliver fylgdi okkur allan hringinn.  Það var töluvert af hættulegu grjóti á sandkaflanum sem þarf að hreinsa upp og einnig var töluvert mikið af brotnum stikum.  Elli og Guðbergur fóru á sandana og uppgötvuðu sér til skelfingar hversu skipulega sumir keppendur hafa verið að svindla síðustu ár.  Alveg merkilegt að menn skuli taka þátt í atburði með það í huga að svindla.  Svo berja menn sér á brjóst og þykjast hafa verið hraðari en næsti keppandi.  Þetta er tóm sjálfsfróun og það sem merkilegast af þessu öllu, að þeir hreykja sér af því hvað þeir voru fljótir vitandi hið sanna í málinu og að þeir hafi svindlað.  Í minni sveit var sagt um svona einstaklinga, "að þegar þeir reyna að stíga í vitið, að þá misstíga þeir sig".

Á sunnudaginn komum við feðgarnir við í Bolöldu og vá hvað það var mikið af fólki þarna.  Satt að segja að þá ríkti hálfgert stjórnleysi þarna.  Búið var að breyta 85cc brautinni töluvert og var hún greinilega það spennandi að ég týndi út 3 fjórhjól úr brautinni á meðan ég var þarna og nokkur 250/450cc.  Manni stundum blöskrar hvað menn eru hugsunalausir þegar kemur að þeirra eigin rass í leikaraskap og þeir víla sér ekki við að fara í brautir sem eru sérmerktar með stóru skilti fyrir yngri aldurshópa.  Það sem verst er af þessu öllu er að stór hluti þessara fjórhjólamanna borgar ekki brautir, þrátt fyrir að skemmdir af þeirra völdum séu gífurlegar.  Sem dæmi að þá hætti Óliver, sonur minn sem var greinilega ekki búinn að hjóla nóg, í 85cc brautinni vegna þess að hún var orðin mjög illa farinn eftir fjórhjól og önnur stærri hjól.  En þegar kemur að því að grísirnir vilja fara í stóru brautina, að þá hneykslumst við á því og viljum að þau séu eingöngu í minni brautum en við vílum okkur ekki við að fara í litlu brautirnar með látum.  Góð fyrirmynd það, eða eins einhver myndi segja "klassa spilamennska". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband