Stuttur skreppur í Bolöldu

Það var brunað með látum í Bolöldu upp úr átta í kvöld, en eingöngu skvísurnar á heimlinu ætluðu að hjóla þar sem Ólivers hjól er í smá "upphalningu" og ég hreinlega nennti ekki að fara að þrífa 3 hjól eftir kvöldið.  Fannst nóg um að þrífa 2 hjól.  Veður var með ágætasta móti og sólin búinn að vera að gægjast fram úr skýjunum frá því seinni partinn í dag, en það var samt í kaldara lagi og þegar við fórum að þá var einungis 2,5°C hiti. 

Það voru fáir á svæðinu þegar við komum, eða um það bil 15 hjól.  Í stuttu máli að þá skemmtu skvísurnar vel eins og við var að búast, en kvörtuðu yfir að sólinni þar sem hún var fulllágt á lofti og blindaði þær.  Björk kolféll fyrir Reyni #3 í orðsins fyllstu merkingu, og sá ekki sólina fyrir honum...Smile  Ég tók nokkrar myndir af hinum og þessum og setti þær í nýtt albúm.  Beinn linkur er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Bolalda3mai/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband