Mánudagur, 30. apríl 2007
Helgin 28-29 apríl
Hef þetta ekki mjög langt í þetta sinn vegna anna. En mæðgurnar tóku þátt í námskeiði hjá Ed Bradley síðastliðinn laugardag og voru mjög ánægðar með hann. Þrátt fyrir að vera með nokkuð stíft prógram að þá virkaði hann aldrei stressaður og skýrði mjög vel og greinmerkilega hvað það væri sem hann vildi að stúlkurnar gerðu. Æfingin byrjaði upp úr 10 um morgunin og endaði ekki fyrr en rúmlega 17. Um þetta leyti var komin mikil stemming í þennann hóp svo að úr varð að þær hittust allar í mat heima hjá okkur. Björk snaraði fram mexíkanska kjúklingasúpu fyrir allt liðið á "no time" ef svo má að orði komast. Á meðan að sest var að snæðingi voru skoðaðar myndir frá æfingunum þennan dag og er ég að setja eitthvað af þessum myndum á netið núna. Beinn linkur á þetta albúm er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/AEfinghjaEdBradley/
Það er mjög gott fyrir sportið að einhver/einhverjir skulu nenna að standa í því að flytja inn erlenda þjálfara af þessu "kalíberi" og allar þær stúlkur sem ég talaði við voru allar á sama máli um að þetta hefði verið hreint út sagt frábært. Pétur á þakkir fyrir að hafa staðið að þessu.
Annars var mjög spennandi að sjá viðbrögðin hans Ed og örugglega mjög ólíkt fyrir hann að þjálfa svona valkyrjur eins og þær íslensku eru. Þrátt fyrir að vera yfirvegaður og skýra hlutina vel út, að þá varð hann stundum kjaftstopp við athugasemdum stúlknana og þá sérstaklega þegar kom að útskýringum með staðsetningu á afturendanum á hjólinu.. Þær sem voru viðstaddar verða að hreinlega að skýra það sjálfar fyrir þeim sem spyrja... Einnig er komin grimm samkeppni um það hver hneppir hnossið um að verða "Miss Bradley"...
Alla vega gekk grínið hjá stelpunum út á það. Spurning hvort við setjum á gang veðbanka um málið? Einnig skilst mér að ein beygjan eigi að hafa kvennmanslögun þar sem þær hafi nánast fullmótað hana á þessu námskeiði..
Á sunnudaginn fórum við í Bolöldu ásamti Sveinbirni og þar hittum við fyrir nokkra af þeim sem tóku þátt í námskeiðinu deginum áður. Einnig hittum við Margeir frá Heklu og fleiri sem of langt er að telja upp hér. Ég fékk loksins að hjóla og skemmti ég mér mjög vel. Því miður urðum við að hætta um tvöleytið þar sem Margrét þurfti að fara að vinna.
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Viðskipti
- Sala Íslandsbanka: Pantanir umfram grunnmagn
- Arnar ráðinn forstöðumaður hjá OK
- Róbert og Árni bæta við sig bréfum í Alvotech fyrir um 270 milljónir króna
- Almenningur getur keypt á 106,56 krónur á hlut
- Um 8% tekjuvöxtur í leikjatekjum
- Útboð hafið á eftirstandandi hlut ríkisins
- Hagnaður Heima 1,4 milljarðar króna
- Þórður nýr framkvæmdastjóri þróunar hjá Aftra
- Svandís tekur við Fastus lausnum
- Fjöldi lítilla íbúða mikill