Spánarfararnir komnir heim

Þar kom að því að farfuglarnir skiluðu sér heim.  Miðað við lýsingarnar af ýmsum flugferðum Bjarkar að þá bjóst ég við henni fagurblárri og heiðgulri á lit sökum marbletta, en viti menn hún leit bara ágætlega út blessunin.  Fékk þó nýtt viðurnefni á Spáni hjá þeim sem sáu herlegheitin og var það "Freestyle Mama"...Grin  Þrátt fyrir óvæntar freestyle æfingar með tilheyrandi lendingum að þá skemmtu mæðgurnar sér konunglega, eða á maður að segja drottninglega svo maður verði ekki barin í hausin af feministum?  Þær voru alla vega mjög sáttar.

Brautirnar voru allt öðru vísi heldur en hér heima og miðað við þær brekkur og palla sem voru í gangi á Spáni, að þá virðist allt á Íslandi vera svo lítið í samanburðinum að þeirra sögn.  Hægt er að kíkja á linkinn hjá þeim sem leigði hjólin á eftirfarandi slóð: www.solmoto.com.  Ég er að vinna í að setja nokkrar myndir á netið úr ferðinni, en þar sem ég var ekki með í þessari ferð að þá verður ferðasagan ekki mikið lengri í þetta sinn.  Beinn linkur á þetta myndaalbúm er: http://sveppagreifinn.blog.is/album/Spanaraevintyrid/    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Sverrir Jónsson
Sverrir Jónsson
Ég heiti Sverrir Jónsson.  Helsta áhugamál mín eru motocross, veiðar, útivist o.fl.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband