Sunnudagur, 22. apríl 2007
Fyrsti túrinn með Óliver í Bolöldu þetta árið
Jæja, litli maðurinn linnti ekki látum fyrr en ég lét undan í morgun og fór með hann upp í Bolöldu. Veðrið var nú ekkert yndislegt í byrjun, rigningarsúld en hiti þó hátt í 7°C. Það var nú bara hellings líf í Bolöldu þegar við komum þangað og greinilegt að þar er öllu meira um að vera en öðrum brautum hér í kring. Það sem kom mér mest á óvart var hvað það var mikið af nýju fólki á svæðinu og bara nokkuð af nýjum kvenkyns ökumönnum sem er hið besta mál. Miðað við þessa ásókn í byrjun tímabils og brautin ný opnuð að þá gæti svo farið að það yrði bílastæðahallæri í sumar, þrátt fyrir að bolalda sé með eitt af stærri bílastæðum landsins fyrir brautariðkendur.
Þetta var fyrsta ferðin okkur upp í Boöldu í ár til að hjóla, eða réttara sagt hann Óliver var að hjóla þar sem ég ákvað að sitja hjá í dag. Stóra brautin leit bara nokkuð vel út og 85cc brautin líka en hún var samt með yfirborðsbleytu sem gerði það að verkum að Óliver var nánast búinn að skipta litum eftir nokkra hringi. Hann skemmti sér samt konunglega og ég þakkaði guði fyrir að hafa einungis tekið eina tank áfyllingu þetta skiptið, því ég hefði seint náð honum úr brautinni ef ekki væri fyrir bensínleysi. Það sem Óliver fannst mest spennandi við Bolöldu í dag er að þar er svo breiður aldurshópur sem er að hjóla. En stundum þar sem við höfum verið að þá er hann kannski sá eini á sínum aldri sem er á svæðinu, en þarna var meira um jafnaldra. Gummi vinnuvélagi og Arnar sonur hans komu svo líka þarna og hjálpuðu upp á að gera daginn skemmtilegri. Einnig birtust þarna Örn með Karen og Aron og svo má lengi halda áfram að telja.
Við héldum heima á leið um tvöleytið og mættum þá Berglindi og Nonna sem voru að mæta á svæðið. Heima beið hefðbundið þrif á hjólum og búnaði. Þið verðið að fyrirgefa þó ekki sé mikið af myndum upp á síðkastið. En þar sem mæðgurnar tóku aðal myndavélina með sér út, að þá er maður ekki eins duglegur við þetta. Það verður þó bragabót á því á næstunni þar sem þær koma heim rétt fyrir miðnæti í kvöld. Lifið heil!
Bloggvinir
Tenglar
Motocross síður
Ýmsir tenglar yfir motocross og keppnir
- www.ridingiceland.is Hjólaleiga fyrir innlenda sem og erlenda ferðamenn sem hafa áhuga að á kynnast landinu á hjóli. Endilega að kíkja á síðuna hjá honum Hafsteini
- Heimasíða VÍK Aðalsíðan í bænum. Upplýsingar um keppni, ástand brauta o.fl.
- KKA Akstursíþróttafélag Heimasíða KKA á Akureyri, margt fróðlegt
- RacerXill.com Ágætis síða um motorcross, keppnri og fleira
- AMA Motocross Official heimasíða AMA motocross
- FMX - freestyle Góð síða með upplýsingum um freestyle motocross
- Motocross Action Magazine Vefur útgáfanda Motocross Action Magzine
- TransWorld Motocross Ýmis fróðleikur um motocross og keppnir í gangi
- Dirtbikerider Heimasíða útgefanda DirtBikeRider, margt fróðlegt um motocross og enduro
- Dirtbike Off-Road Upplýsingar um hjól, hjólatest o.fl.
- Supercross.cc Mjög góð síða með upplýsingar um Supercross, miða á netinu o.fl.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Vilhjálmur hjólar í nýjustu áform meirihlutans
- Myndir: Umfangsmikil leitaraðgerð í Eyjafirði
- Andlát: Hjörtur Torfason
- Önnur nálgun gildir í Árborg: Fólk vill sérbýli
- Fimm barna móðir vann 14 milljónir
- Lokun Janusar: Þau tóku þessa ákvörðun sjálf
- Ekkert bendir til slyss og leit hætt
- Hefðarfólk á hjólum á ferðinni í Reykjavík
- Finna ekki ummerki um bát sem var sagður hafa hvolft
- Rúmur þriðjungur ekki fullnýtt rétt sinn
Erlent
- Afnemur refsiaðgerðir gegn Sýrlandi
- Kærðir fyrir kynþáttamismunun
- Eitraður landi varð sautján að bana
- Darcula horfinn með öllu
- Sat saklaus í fangelsi í 38 ár
- Breskur þingmaður ákærður fyrir kynferðisbrot
- Trump hyggst heilsa forseta Sýrlands
- Trump og krónprinsinn undirrituðu vopnasamning
- Karl Bretakonungur hýsir Macron í opinberri heimsókn
- Sænski njósnarinn er hátt settur diplómati